Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 6

Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 6
EINHUGA ÞJÓÐ Eftir Þóru Vigfúsdóttur Áður en langt um líður gengur íslenzka þjóð- in enn einu sinni að kjörborðinu. Eftir 20. maí hefst atkvæðagreiðsla um stofnun lýðveldis á íslandi. Enginn er sá íslendingur, að hann þekki ekki að meira eða minna leyti sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar gegnum aldirnar, viti ekki, að hún hefur verið háð af beztu mönnum og konum þjóðar- innar í ýmsum myndum, í raun og veru frá því að landið komst undir erlend yfirráð. í barnaskólanum lærðum við strax að láta okkur þykja vænt um Jón Sigurðsson og sung- um með hrifningu: alfrjáls skal þjóð í alfrjálsu landi, lærðum kvæði skáldanna: Kóngsþrælar ís- lenzkir aldregi vóru, og um ísland sem er „feg- urst og kærst og að eilífu stærst í ást og í fram- tíðar vordraumum barnanna sinna.“ Við urðum stór og fullorðin, lásum söguna, og hvar sem við litum inn í aldirnar, þar sem ís- lands óhamingju varð svo margt að vopni, þá voru alltaf menn og konur á öllum tímum, sem buðu erlendum yfirgangi byrginn, hefndu órétt- hans. Barátta hinna vinnandi stétta er barátta fyrir nýju og betra þjóðfélagi, hinu samvirka þjóðfélagi, þar sem gæði jarðarinnar eru notuð handa börnum jarðarinnar. Hið samvirka þjóð- félag ber í sér möguleikann til slíkrar skipulagn- ingar framleiðslunnar, að konan sleppi við hið síendurtekna daglega strit, sem nú fylgir heim- ilislífinu og hún öðlist jafnan rétt karlmanninum til þess að velja starf sitt og vaxa í því. Þess vegna kemur Melkorka til ykkar fyrsta maí og mælir, „því hún fær ekki dulist lengur.“ Hún stendur „undir rauða merkinu, sem táknar lifandi blóð mannkynsins“. Skáldið hefur séð hana og kveðið: ar og ofbeldis og mögnuðu baráttukjark þjóðar- innar. Við munum eftir nöfnum eins og Grund- ar-Helgu, sem lét drepa hirðstjóra konungs, And- rés Smið, þegar hann kom með óaldarflokk sinn norður í Eyjafjörð, Ólöfu ríku Loftsdóttur, er grét ekki Björn bónda sinn, heldur safnaði liði og hefndi harma sinna og það svo rækilega, að lá við styrjöld milli Dana og Englendinga. Við munum líka eftir Þórunni dóttur Jóns Arasonar, sem eggjaði Norðlendinga til hefnda eftir föður sinn, og hefur okkur ekki alltaf hitnað um hjarta- ræturnar við að lesa um hina tíu óþekktu norð- lenzku vermenn, sem sagan þekkir ekki einu sinni nöfn á, er fóru suður og drápu Kristján skrifara. Og aldirnar liðu, það birti í lofti, og nú fellur það okkur í skaut, kynslóð 20. aldarinnar, að ganga að kjörborðinu og segja síðasta orðið í sjö alda langri baráttu. Það er ekki ótrúlegt, að meðal komandi kyn- slóða verði menn og konur, sem óski þess að hafa lifað þessa hátíðastund í lífi þjóðarinnar, óski þess að hafa verið umluktir því andrúms- „En í kvöld lýknr vetri sérhvers vinnandi manns og á morgun skín maísól það er maísólin hans það er maísólin okkar okkar einingar-bands fyrir þér ber ég fána þessa franitíðarlands." Barátta konunnar gegn karlmanninum er ekki lengur til, heldur aðeins barátta hennar við hlið hans, fyrir réttlátara þjóðskipulagi. Á þann hátt öðlast hún fyrst frelsi og fullt jafnrétti. 2 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.