Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 30

Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 30
Dýrleif Árnadóttir Raunverulega er enn litið á konuna sem aðskota- dýr, sem þægilegt sé að grípa til þegar vöntun er á vinnuafli, henni megi bjóða svo að segja hvað sem er, að launum, og losna megi við hana, þegar hennar er ekki lengur þörf í framleiðsl- unni. Aldrei hefur konan sýnt jafn greinilega, hvað hún megnar og í þessu stríði. Sumir telja að Sovét- ríkin eigi ekki hvað sízt sigra sína því að þakka, að konan nýtur þar fulls frelsis og jafn- réttis við karlmanninn, og hefur getað leyst hann af hólmi á flest öllum starfsviðum og þannig tvöfaldað getu þjóðarinnar til sóknar og varnar. Þó íslenzka þjóðin eigi ekki lönd að verja í sama skilningi og þjóðir, sem í stríði standa, þá reynir aldrei meir en nú á það, hvers hún megn- ar, hvort sjálfstæðið verður henni að falli eða leiðir hana til gæfu og gengis. Hún á varalið, sem er konan, fús til að ganga út í baráttuna fyr- ir fegra og betra íslandi, nýrri gullöld frelsis og frama, sé henni aðeins gert það kleyft. Megi íslenzka lýðveldinu takast að leysa þessa þraut og veita konunni fullkomið jafnrétti við- karlmanninn, þá mun okkar kæra land verða hezta land í heimi. FYRR OG NÚ Eftir Svövu, Þorleifsdóttur Fyrrum var sú skoðun almennt ríkjandi, að konan ætti eigi önnur hlutverk í mannfélaginu en þau að ala börn og annast þau. Maðurinn var herra tilverunnar. Konan var frá upphafi aðeins meðhjálp hans. Vitsmuni og hæfileika mannsins bar að þroska og æfa. En konan skyldi vera kær- leiksrík, fórnfús og auðmjúk, hvað sem að hönd- um bæri. Maðurinn var hin hugsandi vera, er heiminum átti að stjórna. Konan átti að treysta forsjá hans í hvívetna. Og maðurinn hyllti feg- urð, hógværð og auðmýkt konunnar og heimsku hennar einnig, því að hugsandi kona var, vægast sagt, ókvenleg. En af því að svo slysalega vildi til, að konan var frá öndverðu gædd skynsemi, eins og maðurinn, þá hefur aldrei tekizt að gjöra allar konur að þessu fallega, látlausa núlli, sem karlmenn hafa fegurst lof sungið fyrr og síðar. Til hafa verið, að minnsta kosti á Norðurlönd- um, aðsópsmiklar vitkonur frá því, er sögur hóf- ust. Þær áttu að vísu kvenlega dýpt tilfinninga í ríkum mæli, en lifðu þó frjálsar og óháðar, eða gengu jafnvel svo langt að taka að sér stjórn ýmissa mála, er venjulega heyrðu undir stjórn karla, þótt hvergi í lögum stæði nokkur stafkrók- ur um jafnrétti. Nú er aðstaða öll mjög breytt. Fyrir allmörg- um árum gerðust þau tíðindi hér á landi, að kon- ur öðluðust lagalegt jafnrétti við karla í flestum greinum. Ætla mætti, að hugsunarháttur þeirra kvenna, sem nú eru að alast upp eða eru að kom- ast til vits og ára, væri orðinn mótaður af þess- um breyttu aðstæðum. En sé nánar að gætt mun þessa furðu lítið gæta. Langflestar ungar stúlk- ur munu enn í dag líta svo á, að aðalstarf þeirra 26 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.