Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 36

Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 36
HULDA OG HJÁLMAR ÁSTARSAGA ejtir Oddnýju GuÍSmundsdóttur Bóndinn í Fagradal var á heimleið úr kaup- stað. Hann reið gráum hesti og rak tvo brúna klyfjahesta á undan sér. Aldrei sá hann þessa klára svo oft, að honum kæmi ekki í hug, hvað hann hafði gefið mikið fyrir þá. En hann minnt- ist þess ekki með gremju. Hann vænti sér mikils af búskapnum — og öllu lífinu. Og því var hægt að sætta sig við, að allt væri dýru verði keypt. Hann átti nýbýli og hafði skírt bæinn sinn sjálfur. Það var vika síðan hann kvæntist. Honum datt það allt í einu í hug, að nú væru rétt sjö ár, síðan hann byrjaði að ganga á eftir Huldu. Hún átti heima í annarri sveit, svo að þetta var enginn leikur í samgönguleysinu. En nú hafði hann fengið þá, sem hann vildi eiga. Nágrannarnir sögðu, að það væri jafnræði og hvortveggju tengdaforeldrarnir voru á sama máli. Þetta var að vera lánsmaður. Hjálmar hugsaði heim og þóttist vita, að nú væri Hulda að matreiða þeim kvöldverð í sjö- unda sinn. .... Hulda kom ekki út, þegar hann reið í hlaðið. En hann skildi það vel, að ekki var hægt að halda alla trúlofunarsiði til lengdar, og að hún yrði ekki uppnæm fyrir því alla ævi, þó hún heyrði hann ganga um bæinn. Hann tók niður klyfjarnar, spretti reiðingun- um af hestunum og strauk hendinni eftir hryggn- um á þeim um leið. Síðan spretti hann hnakkn- um af þeim gráa og teymdi þá alla út fyrir hliðið. Hjálmar gekk í bæinn. Hann opnaði eldhúshurðina og bauð gott kvöld í dyrunum. „Maturinn er til,“ svaraði Hulda, án þess að líta við. Honum varð svo bilt við þetta tómlæti, að hann gleymdi að heilsa henni með kossi. Þau settust við borðið, hún þungbúin og hann — hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. lagt í rústir, spillt og eyðilagt. Þjóðirnar, sem slitu sig úr viðjum keisarastjórnarinnar og gáfu konunni fullt jafnrétti á við karlmenn, þjóðirnar, sem á tæpum aldarfjórðungi höfðu með óteljandi fórnum og afrekum unnið að því að skapa sitt nýja ríki, hafa nú misst milljónir manna á víg- völlunum og séð íbúa heilla borga þurrkaða út, limlesta, drepna, jafnt konur sem karla, börn og gamalmenni. En það, sem þessi alþýða hafði öðl- azt hinn stutta tíma frelsisins, hefur gefið henni kraft til að þola allar þessar fórnir og leggja allt á sig fyrir þá hluti, sem hún hafði unnið og aldrei verða frá henni teknir: frelsið til að skapa nýtt ríki á jörðu. Með sigrinum við Stalíngrad snerist varnar- stríð sósíalismans upp í volduga sókn á hendur fasistunum. Rauði herinn, her verkamanna og bænda, er á hraðri leið vestur á bóginn og rekur fasistana á undan sér út úr hinu frjálsa landi Sovétþjóðanna. Eins og Dnjepróstroj, Stakkanóv- hreyfingin og afrek fimmáraáætlananna voru á- fangar á leið til sósíalismans, eins eru sigrarnir við Stalíngrad, Karkov, Kiev og Smolensk, vörn Moskvu og Leníngrad áfangar á sigurgöngu al- þýðunnar til nýrrar framtíðar. 32 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.