Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 7

Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 7
ísland ögrurn skorið ... lofti gleði og hrifningar, þegar ísland steig sín fyrstu spor sem lýðveldi fram á sjónarsvið sög- unnar. Á slíkum stundum hlýtur hver þjóð að hafa „eina sál“. Og íslendingar munu á þessurn sögulegu tímamótum ganga óskiptir að kjörborðinu. Þeir munu sýna komandi kynslóðum og heiminum umhverfis skilning sinn og frelsisvilja og jafn- framt þakklæti til þeirra manna, sem aldrei hop- uðu og lögðu fram krafta sína til þess, að við mættum lifa þessa stund, þegar margra alda draumur er að rætast. Konur hafa ekki sem einstaklingar látið mik- ið frá sér heyra hingað til í þessu máli í blöð- um og tímaritum, en ýms félagssamtök kvenna hafa rætt málið innan vébanda sinna og hafa lýst yfir einróma fylgi sínu við lýðveldisstofn- unina 17. júní. Andi Grundar-Helgu og Ólafar ríku mun enn einu sinni hvetja og eggja, ekki til hefnda og mannvíga, heldur til allsherjar sóknar á kjör- stað eftir 20. maí. Og á þeirri stund eiga allar íslenzkar konur eina sál. Heimilisstörf og hagfræði Ejtir Rannveigu Kristjánsdóttur Við ákveðna þjóðfélagshætti á ákveðnum tíma ríkja ýms fastákveðin lögmál um þróun og hrörnun atvinnuhátta vorra. Þessi lögmáls- bundna framrás á það svo til að skapa slíkar andstæður innan hins ríkjandi skipulags, að af því hlýzt algjört öngþveiti, sem í bezta falli end- ar með gjörbyltingu þjóðskipulagsins og sam- ræming þess við atvinnuhættina, en staðnæmist í versta falli um lengri hríð fyrir hugvitssamar uppfinningar afturhaldsaflanna við ýmsar smá- bætur. En eins og allar hagar og reyndar húsmæður vita, kemur hrörnun flíkur sjaldan skýrar í Ijós, en við þá sjón t. d. að sjá gelgjulegan dreng í „vinnugalla“, sem nemur við miðjan kálfa, með fagurlita bót á olnboga, hné og rassi. Móðir drengsins bætir fatið af mestu nákvæmni, en blandast þó ekki hugur um, að það getur rifnað út frá bótinni, og að bráðþroska drengnum henn- ar myndi hæfa betur nýr „galli“. Hún bætir til þess að drengurinn ofkælist ekki, en stefnir þó markvisst að því að útvega honum nýja flík. Festið ykkur þessa einföldu reglu þjónustu- bragðanna í huga og notið hana síðan við íhug- un þjóðfélagsmálanna, þá munuð þið komast lengra en allir útreiknandi spekingar auðvalds- fyrirkomulagsins, sem nú eru að bisa við að reikna út, hvernig hemja megi vaxtarþroska drengsins — framleiðsluöfl vorra tíma — í hin- um stagbætta „galla“, sem þj óðfélagsskipan vor nú er. Þeim kemur aldrei snjallræði húsmóður- innar í hug — það að sníða og sauma nýjan „galla“. Hvað kemur slíkt heimilisstörfunum við, mun- uð þið segja? Heimilin eru alltaf í nánu sambandi við allar aðstæður þjóðfélagsins og skapast af þeim að mestu leyti. Skilningur á þeim lögmálum, sem MELKORKA 3

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.