Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 29
Aldrei skal ég eftir telja,
að Jieir boðar skullu á mér.
Hvað er það, sem gerir þig þá svona bjart-
sýna?
Mér finnst ég hafa eygt lausnina á gátunni
miklu, þegar ég hef heyrt um gjörbyltingu þá,
sem orðið hefur á kjörum kvennanna í Sovét-
ríkjunum. Ég hef fyrir löngu gert mér þess ljósa
grein, að þar þarf nú ekki að berjast neinni sér-
stakri kvenréttindabaráttu. Þroski og réttindi
Kvennanna er þar eðlilegur og lífrænn liður í
þróun sósíalismans. Þar verður það konunni
ekki hrösun né ævilöng ánauð að vera móðir,
því að þj óðskipulagið allt stuðlar að því, að heim-
ilið verði henni ekki fangelsismúr, heldur sam-
eiginlegur griðastaður fyrir föðurinn, móðurina
og börnin öll.
Sósíalisminn er því hið nýja fagnaðarerindi
konunnar og framtíðar von.
R. K.
Hver verður réttarstaða konunnar
í íslenzka lýðveldinu?
Eftir Dýrleifu Árnadóttur
Margar konur velta nú fyrir sér þeirri spurn-
ingu: Hver verður staða mín á komandi árum?
Hver verða mín kjör?
Við fögnum því allar íslenzkar konur, að alda-
gamall draumur íslenzku þjóðarinnar um fullt
sjálfstæði er að rætast. Jafnframt óskum við þess
að hið nýja lýðveldi verði fullkomnara og betra
þjóðskipulag, en það sem við nú búum við. Við
gerumst meira að segja svo djarfar að láta okkur
dreyma um, að íslenzka lýðveldið muni ef til vill
fœra ofckur fyrr eða síðar fullt frelsi, fullt sjálf-
stæði, sömu laun fyrir sömu vinnu og þá að-
hlynningu, sem þarf til þess að við getum notað
krafta okkar sem frjálsir og óháðir samfélags-
þegnar og í senn eiginkonur, húsmæður og mæð-
ur.
Hvlík orka fer ekki forgörðum í okkar litla
menningarsamfélagi meðan meginþorri kvenna
má hýrast í eldhúsum sínurn langa ævi. Gáfu-
konur, snillingar, hugvitskonur, skáld, konur,
sem unnið gætu afrek á ýmsum sviðum menn-
ingar og tækni, ef að þeim væri hlúð og þær
fengju aðstöðu til að verja tíma sínum að nokkru
leyti til sinna hugðarmála.
Konur vinna enn fyrir svo smánarlegum laun-
um samanborið við aðrar vinnustéttir, að þeim er
ofviða að vera í senn fyrirvinnur heimila, eig-
inkonur og mæður. Venjulega verða þær því að
velja um annað hvort — neita sér um annað
hvort. Og þó má með sanni segja að íslenzkum
konum hafi aldrei liðið betur en nú. Eigi að-
eins hafa þær, eða megin þorri þeirra, komizt
hjá hinu mikla styrjaldarböli, sem þjáir ennþá
konur annarra landa, heldur hefur auðsæld ís-
lenzku konunnar aldrei verið meiri. Aldrei fyrr
hefur slíkur fjöldi kvenna unnið fyrir pening-
um við framleiðslu og önnur störf, tiltölulega
stuttan vinnutíma, getað keypt sér sæmileg föt
og veitt sér gleði og þægindi áður óheyrð. —
Vinnukonuáþjánin er, sem betur fer, að afmást
og skyldi aldrei framar rísa upp. En þetta eru
aðeins ófullkomin stundargæði, sem núverandi
ytri aðstæður hafa skapað í bili. Mikil hætta er
á að fari á sömu leið eftir þetta stríð og hið
fyrra, að reynt verði á allan hátt að bola kon-
unni burtu af vinnumarkaðnum, eða lækka laun
hennar gífurlega, sé hún ekki sjálf á verði um
hagsmuni sína og efli að miklum mun samtök sín.
MELKORKA
25