Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 34

Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 34
Norðurálfunni til þess að senda slíka áskorun, að því er ég veit bezt. Móðir mín var fædd kven- réttindakona, og fyrsta kona, sem vogaði sér að halda opinberan fyrirlestur um hag og réttindi kvenna, árið 1885, og hafði hún sama ár birt í Fjallkonunni grein um sama efni,en aðalinnihald þeirrar greinar kvaðst hún hafa skrifað á rúm- fjöl á hné sínu, heima í baðstofunni á Böðvars- hólum, þegar hún var 16—18 ára. Hún var einn- ig fyrst til að senda út boðsbréf um Kvennablað, þótt það yrði til þess að vekja sama áhuga hjá öðrum konum, þeim frú Sigríði og frk. Ingi- björgu Skaftason, á Seyðisfirði, sem urðu fyrri til að koma af stað blaðinu „Framsókn“, sama ár og Kvennablaðið kom út. Framsókn var þá póli- tískt blað, barðist fyrir bindindismálum og stjórnmálum, en Kvennablaðið var í fyrstu ein- göngu blað heimilanna, og ræddi um þau mál, er mest snertu heimilið, kom t. d. með kröfur um húsmæðramenntun kvenna og ræddi um uppeld- ismál og ýms félagsleg menningarmál. Þó sagði ritstýran í fyrsta blaðinu, að þótt blaðið hefði þessa stefnu, þá væri það ekki af því að hún héldi, að konur gætu ekki ráðið við meira, heldur af því að bezt væri að byrja á því sem menn væru kunnugastir og færa sig svo lengra. Þó birt- ust í blaðinu kvenréttindagreinar frá byrjun, og var jafnan skýr afstaða ritstýrunnar til þeirra mála. En er Framsókn var hætt að koma út og Kvennablaðið var eina málgagn íslenzkra kvenna, ákvað móðir mín að gera Kvennablaðið að kven- réttindablaði og var það jafnan bezta vopnið, sem Kvenréttindafélag íslands hafði fyrir sig að bera. Verkalýðsríkin í vörn og sókn Ejtir Þóm Vigfúsdóttur Hinn 22. júní í sumar eru liðin þrjú ár síðan Hitler ruddist með vélaherfylki sín inn í Rúss- land og ætlaði með leifturstríði að mola Rauða herinn, gera Sovétþjóðirnar að þrælum sínum, halda áfram lengst í austur, sameinast Japönum, leggja undir sig Indland og þar á eftir allan heim- inn. Sovétríkin áttu enga sök á þessum hildarleik, sem barst inn í land þeirra. Þau sáu styrjöldina fyrir og reyndu allt til að hindra hana. Arum saman höfðu þau varað lýðræðislöndin við fyrir- ætlun fasismans. Þau sögðu: fasisminn táknar stríð. Þau gerðu hverja tilraunina af annarri til að koma á friðarbandalagi. Þau kröfðust refsi- aðgerða gegn Ítalíu, þegar Mússolíni réðst á Abessiníu. Þau studdu Spán, og það voru Sovét- ríkin ein, sem héldu samninga sína við Tjekkó- slóvakíu. En árangurslaust reyndu þau að tryggja friðinn. Fasistunum var leyft að sigra á Spáni. 1 þróttakonur á Rauða torginu Stjórnum lýðræðislandanna lét betur að semja við Hitler en Stalín. í því sambandi má minna á ferðir Chamberlains, mannsins með regnhlífina, forsætisráðherra Breta, sem var líkt við Krist af einum stjórnmálamanninum. Hann taldi ekki eftir sér að fljúga fram og aftur milli London og Þýzkalands til ráðagerðar við Hitler og láta fas- 30 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.