Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 22

Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 22
BREYTT VIÐHORF Ejtir Aðalbjörgu Sigurðardóttur Við, sem nú erum miðaldra, eða þar yfir, höf- um lifað og verið þátttakendur í slíkum breyt- ingum, bæði á lífsháttum þjóðarinnar og við- horfi hennar til lífsins, að ekkert líkt mun áður hafa hent neina eina kynslóð hér á landi. A fá- um sviðum mun þó hafa orðið meiri breyting, en á viðhorfinu til barnsins. Skal það rakið nokkru nánar hér. Foreldravaldið var mjög mikið. Mér liggur við að segja, að það hafi verið minnst á mununum með eign manna á börnum sínum og húsdýrum. Hvorumtveggja mátti misþyrma, ofbjóða með vinnu og svelta, án þess að það kæmi nokkrum við, ef ekki var farið yfir viss takmörk, sem voru víst oftast nokkuð ógreinileg. Þá var og foreldr- unum það í sjálfsvald sett, hvern undirbúning þau veittu börnum sínum undir lífið, framyfir það, sem prestar heimtuðu til fermingar. Mjög algengt var að foreldrar vildu stjórna börnum sinum og ráða yfir þeim langt fram á fullorðins- ár. Sem betur fer elska flestir foreldrar börn sín og vilja koma þeim til manns eftir því, sem þeir 18 hafa vit á. Þess vegna brutust líka margir þeirra í því að sjá börnum sínum fyrir námi og undir- búningi undir lífið, langt fram yfir það, sem heimtað var af þeim. Fyrstu barnaskólarnir hér á landi, bæði til sveita og sjávar, voru byggðir á samtökum foreldra um að sjá börnum sínum fyrir einhverri kennslu, reyndar stundum með nokkrum styrk frá hálfu hins opinbera, en þó er barnafræðslan bersýnilega fyrst og fremst talin einkamál foreldranna. Með fræðslulögunum frá 1908 verður á þessu gjörbreyting. Þjóðfélaginu er að byrja að verða það ljóst, að því getur ekki á sama staðið um uppfræðslu þegnanna. Skólaskylda er lögleidd á aldrinum 10—14 ára. Foreldrar geta nú ekki lengur komizt hjá því að láta börn sin stunda nám á þessum árum, það er meira að segja hægt að svifta þá umráðaréttinum yfir börnunum, ef þeir þrjózkast. Seinna hefur skólaskyldualdurinn verið lengdur, svo að hann er nú frá 7—14 ára. Hér er þá kominn til sögunnar nýr aðilji, þjóð- félagið, sem tekur sér vald yfir uppeldi og upp- fræðslu barnsins, og að sama skapi hefur vald MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.