Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 38

Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 38
En hann hélt áfram að hugsa málið, með þeim árangri, að hann setti sykur í mjólkurglasið í staðinn fyrir kaffibollann. Hann drakk bæði mjólkina og kaffið, án þess að verða var við misgripin, og komst loksins að niðurstöðu: Sú heimska, að láta sér detta í hug sjúkdóma og nágrannaríg! Auðvitað var Hulda reið við hann. Það var óþægileg uppgötvun, þó að hjóna- bandið væri þegar vikugamalt. Hjálmar rannsakaði samvizku sína. Hún var alveg hrein, eða því sem næst. Hann hafði eigin- lega ekki litið á nokkra stúlku, nema hana, öll þessi sjö ár. Hér hlaut því að vera um misskiln- ing að ræða. En það var ekki fallegt af Huldu að færa orð hans eða gjörðir til verri vegar. Við nánari athugun efaðist hann líka um þessa niðurstöðu. Þegar þau höfðu borðað gekk Hjálmar „aust- ur í bæ“, eins og þau kölluðu það. Hann hafði rekið erindi fyrir hinn bóndann í kaupstaðar- ferðinni. Honum dvaldist góða stund. Heimilis- fólkið spurði frétta og vildi endilega, að hann fengi kaffisopa. Hulda var sofnuð, þegar hann kom heim. Hann hafði búizt við, að hún mundi bíða og segja honum raunir sínar í næði, þegar þau væru hátt- uð. En hún vildi auðsjáanlega fá að vera í friði með einkamál sín. Merkilegt annars, að hún skyldi geta sofnað svona fljótt, eins og henni var þungt í skapi. Hjálmar vakti lengi og var að brjóta heilann um það, hvort kvenþjóðin væri ekki orðin alltof einbeitt, fyrst það gekk svo langt, að konan hafði ekki lítillæti til að leita ráða hjá manninum sín- um, þegar eitthvað gekk henni á móti. Morguninn eftir var rigning. En Hulda var í sólskinsskapi. „Það er hressandi að fá rigningu eftir allt moldrokið,“ sagði hún. Hjálmar sat við eldhúsborðið og beið þess að syði á katlinum. Hulda var að taka ílát fram úr eldhússkápnum. Hún raulaði lag. Það lá svo vel á henni. Hún lokaði skápnum og sagði við Hjálmar: „Ég varð fyrir því slysi í gær, að brjóta einn af bollunum, sem mamma þín gaf mér. Ég hafði þó ætlað mér að eiga þá lengi. Ég var líka í reglulega vondu skapi út af því.“ „Ha. — Var það þess vegna -—- -—-?“ Hjálmar áttaði sig áður en hann lauk við setn- inguna. Auðvitað áttu þessi glerbrot enga sök á geðbreytingu hennar. Hann sagði þetta óvart og skammaðist sín fyrir það. „Já, auðvitað var ég reið út af því. Hvað hélztu svo sem að væri að mér?“ spurði hún önug. EFNI SÓL ER Á LOFT KOMIN .................................................. Rannveig Kristjánsdóttir EINHUGA ÞJÓÐ .............................................................. Þóra Vigfúsdóttir HEIMILISSTÖRF OG HAGFRÆÐI ............................................ Rannveig Kristjánsdóttir ÞAGNARMÚR, kvæði ............................................... Guðfinna Jónsdóttir jrá Hömrum SÖMU LAUN FYRIR SÖMU VINNU ................................................ Petrína Jakobsson DEN TAUSE ARMÉ ......................................................... Arne Paasche Aasen ÁRÓÐUR OG OFNÆMI .......................................................... Katrín Thoroddsen BREYTT VIÐHORF ....................................................... Aðalbjörg Sigurðardóttir FRÁ VERKAKVENNAHREYFINGUNNI ............................................... Verkakvennafélög KVENFÉLÖGIN OG MENNINGARBARÁTTA ÞJÓÐARINNAR ............................... Uerdís Jakobsdóttir KVENRÉTTINDAKONAN GERIST SÓSÍALISTI ....................... Viðtal við Ingibjörgu Benediktsdóttur HVER VERÐUR RÉTTARSTAÐA KONUNNAR í ÍSLENZKA LÝÐVELDINU? ...................Dýrleif Árnadóttir FYRR OG NÚ ................................................................ Svava Þorleifsdóttir KVENRÉTTINDAFÉLAG ÍSLANDS OG STOFNUN ÞESS .............................. Laufey Valdimarsdóttir VERKALÝÐSRÍKIN í VÖRN OG SÓKN ............................................. Þóra Vigjúsdóttir HULDA OG IIJÁLMAR, áslarsaga ........................................... Oddný Guðmundsdóttir 34 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.