Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 8

Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 8
Stundum voru konurnar svo hamingjusamar aS hafa lieita laug til aS þvo úr. — Mynd frá þvottalaugunum í Reykjavík ríkja um atvinnuvegi vora úti í þjóöfélaginu, er því undirstaða þess, að menn skilji aðstöðu heimilanna í dag og þá erfiðleika, sem þau eiga við að stríða í starfsháttum, því að heimilis- störfin eru í raun og veru einn fjölmennasti at- vinnuvegur þjóðarinnar og sömu lögmálum háð- ur sem aðrir atvinnuvegir. Við lifum á öld vélaframleiðslunnar, og einka- eignarréttur á framleiðslutækjunum ákveður þjóðfélagshætti vora. Ein grundvallarregla slíks þjóðfélags var og er að mestu leyti enn hin frjálsa samkeppni, þ. e. a. s. framtak einstaklings- ins, framleiðsla út í loftið án allrar áætlunar. Verðlagið, sem ákveðst af framboði og eftir- spurn vörunnar, stjórnar svo aftur eftirspurn- inni og framleiðslunni og er þannig nokkurskon- ar „öryggisventill“ í þjóðarbúskapnum. Bak við eftirspurn vörunnar má svo finna hinar raun- verulegu þarfir einstaklinganna, að því er hinir borgaralegu hagfræðingar segja. Auðvitað höf- um við séð, að raunverulegar þarfir einstak- lingsins verða ekki uppfylltar á þann hátt eða eftirspurn lífsþarfanna kemur oss að minnsta kosti einkennilega fyrir sjónir, er við sjáum það, sem oft vill verða, að það borgar sig betur að framleiða tuttugu silfurarmbönd handa einni auðkýfingsfrú, en tuttugu „galla“ handa tuttugu bráðþroska drengjum, af því að auðkýfingurinn hefur miklu meiri peninga, og getur því gefið eftirspurn sinni svo gífurlega áherzlu. Með ýmsum aðgerðum á sviði félags- mála hefur hið borgaralega þjóðfélag einnig þegar viðurkennt, að lögmál þetta er ekki ein- hlítt til dreifingar vörunnar, þó að það hinsveg- ar einstrengist við að láta það gilda um alla framleiðslu. Þetta tvennt skulum við hafa hug- fast, er við íhugum hvert stefnir um heimilis- störfjn, annars vegar „lögmál“ hinnar frjálsu samkeppni, hinsvegar viðurkenningu þjóðfélags- ins á því, að sé slíkt lögmál látið gilda, þurfi ýmiskonar félagslega verndun einstaklinganna. Niðurstöður slíkrar íhugunar verða þá þessar: Samkvæmt „lögmáli“ hinnar frjálsu sam- keppni hafa þau störf, sem áður voru unnin á heimilunum, flutzt og hljóta stöðugt að flytjast meir og meir til iðnfyrirtækja og ýmissa félags- stofnana. Þetta orsakast af því, að tæknin veitir okkur skilyrði til meiri afkasta á skömmum tíma, og, ef vel er á haldið, bættra lífskjara. En skil- yrðin fyrir sköpun lífsþæginda fæða einnig af sér kröfur um að sem flestir fái notið þeirra. Og til þess svo að slíkt geti orðið verða ýms störf að flytjast frá heimilinu til annarra stofn- ana, sem á ódýrari hátt geta notfært sér tækn- ina. Sem dæini má t. d. nefna barna og ung- lingafræðsluna og hjúkrun sjúkra. Það er „lög- mál“ sam'keppninnar, sem hér er að verki og veldur því, að ósamræmi skapast milli starfs- aðferða heimilanna annars vegar og iðnfyrir- tækjanna hinsvegar (algjörlega hliðstætt þessu er það, að t. d. landbúnaður okkar her sig ekki nema með ótal styrkjum og uppbótum, af því að hann hagnýti sér ekki nýjustu tækni og mark- aðsaðstæður nægilega, á erfitt með að greiða sæmilegt kaupgjald og jafnframt mjög erfitt með að fá fólk, alveg eins og heimilin). Þetta eru stað- reyndir, sem engum dettur í hug að neita. Hverjar leiðir eru þá færar til afnáms slíks ósamræmis? Ég býst við, að við séum flest orðin svo miklu þroskaðri en ensku verkamennirnir, sem í byrjun iðnbyltingarinnar miklu brutu vélarnar, að við teljum þær ekki lengur höfuðóvini vora, heldur hjálpartæki, sem ríður á að nota sem bezt í hag alls almennings. Við teljum leiðina til baka ekki færa, en spyrjum okkur hinsvegar: hvaða leiðir eru færar til framfara á þessu sviði? Hvaða leið- ir eru til þess að samrœma starjsaðjerðirnar við 4 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.