Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 28

Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 28
Kvenréttindakonan gerist sósíalisti Viðtal við frú Ingibjörgu Benediktsdóttur I gærkveldi var ég að blaða í ljóðabókinni þinni „Frá afdal til Aðalstrætis“, og datt þá í hug það, sem svo oft hefur hvarflað að mér áður, er ég hef lesið eitt- hvað eftir þig í bundnu eða ó- bundnu máli: Hvers vegna ertu svona mikil kvenréttindakona, meiri en flestar aðrar? Ég er víst fædd þannig, og ef ég er meiri kvenréttindakona en aðrar, verður fremur að telja það hinum til lasts en mér til hróss. 1 uppvexti mínum var ég oft að hugsa um kjör vinnukvenn- anna. Vinnutíminn tók aldrei enda, og þær máttu aldrei um frjálst höfuð strjúka. Nú er það ekki síður ein- yrkjahúsmóðirin, sem á samúð mína, því að erf- iði hennar er sízt minna. Aftur og aftur braut ég heilann um stöðu konunnar og ég fann enga lausn, jafnvel þó að hún fengi aðgang að skólum, kosningarétt og kjörgengi, þá urðu alltaf hin ó- teljandi smáatriði daglega lífsins til þess að byrgja henni sýn og draga úr áhuga hennar. Mér fannst alltaf óeðlilegt, að konan ekki gifti sig og eignaðist heimili, en ef hún gerði það, var hún undir eins fjötruð innan fjögurra veggja, og hafði oft lítið annað en skapraun af fyrri áhugamálum sínum og lærdómi. Já, þú varst kennslukona. Hvers vegna hætt- irðu því? Ég rak mig þá á eina af hinum heimskulegu röksemdafærslum hins borgaralega þjóðfélags, þess efnis, að bæði hjónin mættu ekki vinna launað starf við sömu stofnun. Við kenndum þá bæði hjónin við barnaskólann á Akureyri og ég varð að hætta. Voru konurnar þér ekki hlið- hollar ? Það var nú síður en svo. — Þær voru ennþá skilningssljórri í þessu máli, og eina konan sem í skólanefndinni var, var allra harðsvíruðust á móti því, að ég fengi að kenna. Gift kona á Ak- ureyri lét sér jafnvel þau orð um munn fara, „að konur, sem hefðu slíkan áhuga á skólamál- um og kennslu, ættu alls ekki að giftast og eiga börn.“ Á landsfundi kvenna 1926 minntist ég á þetta við Bríet Bjarnhéðinsdóttur. Var hún fljót að skilj a það, eins og yfirleitt allt sem laut að rétt- indum kvenna. — Þar báru síðan tvær giftar kennslukonur fram tillögu til andmæla gegn því, að giftum konum væri bolað frá starfi, vegna þess að þær væru mæður. Tillagan var samþykkt, en það er þó ekki fyrr en hin allra síðustu ár, að ég hef fundið nokkurn verulegan skilning á þess- um málum. Þú hefur áreiðanlega fengið þinn skerf af skiln- ingsleysinu á þessu sviði? Margar konur hafa orðið verr úti í lífsbarátt- unni, en ekki get ég neitað því, að mér var oft þungt í skapi meðan á þessu stóð. Ég var þó allt- af vongóð um að minn málstaður mundi sigra að lokum, og stundum hef ég róað mig með því að raula þessa vísu fyrir munni mér: Brotsjór heimsku og hleypidóma hamast hvar sem viðnám er. Ingibjörg Benediktsdóttir 24 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.