Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 18
ir um líf sitt, heilsu, afkomu, eignir, álit, réttindi og forréttindi, eiginmann sinn, konu, unnusta og börn o. fl. Og menn eru hræddir við svo margt, að ógerningur er upp að telja, og eitt af því, sem margir óttast, er sósíalisminn. Skylt er þó að geta þess, að þeim fækkar óðum. Drepið hefur verið lauslega á einkenni and- legs ofnæmis á myrkur og hengiflug, auk þess sem framkomu heilalausa kattarins var lítilshátt- ar lýst, en ofnæmið á sósíalisma líkist einmitt henni mjög, á þann hátt, að umtal eða hugleið- ing um sósíalisma veldur óttablandinni geðæs- ingu, sem brýzt út í ofsareiði, rökvillum og lyga- vörn. Skynsemin kemst ekki að til að sýna fram á, að sósíalismi sé nýtt hagkerfi, er að því stefnir, að miða framleiðsluna við notaþarfir þjóðar- heildarinnar; að hugsandi mönnum sé skylt að athuga og íhuga, hvort hann muni leiða til böls eða blessunar fyrir mannkynið. Um þörfina á umbótum í okkar þjáða heimi efast víst enginn lengur. Sósíalisminn bendir á leið, sem þegar hefur verið þrautreynd af sjötta hluta mann- kynsins með ágætum árangri við erfiðar aðstæð- ur. Sósíalisminn er frelsishreyfing í svo örum vexti, að óhjákvæmilegt er að kynnast honum og jafnframt gera sér ljóst, að hann verður ekki bældur niður með geðofsa, ekki verður afstaða til hans tekin nema með aðstoð vitsmunanna og án tillits til eigin stundar hags. Þegar haft er í huga, hvílíkum endemis ósköp- um af óhróðri og illkvittnum áróðri hefur verið beitt gegn sósíalismanum undanfarna áratugi, er ekkert undravert, þótt ýmsar konur verði andlega ofnæmar á hann. Það einkennilega er kannski, hvað þær eru tiltölulega fáar. Þó nokkur reyt- ingur af kvenfólki umhverfist að vísu af geðofsa ef á hann er minnzt, en hinna gætir ennþá meira, sem að því er virðist stendur svo nákvæmlega á sama um öll stjórnmál, að jafnvel þó endurtekn- ar séu æ ofan í æ af ófreskum mönnum frásagnir um hinn ferlega sósíalismadraug, sem „kreistir konur til blóðs, en karlmenn stífir úr hnefa“, þá snertir það þær varla eða ekki á annan hátt en þann að bægja þeim enn meira frá hinum dimmu dyrum kofans, sem hann hefst við í ásamt öðrum ófögnuði, er stjórnmálaafskipti nefnast. Þær líta svo á, að stj órnmálaafskipti séu hvorki kvenleg né kvenna meðfæri, það sé karlmannanna að fást við slík ferlíki, og þær leggja langa lykkju á leið sína til að forðast kofann. Þangað koma þær ekki nema rétt á kjördegi í fylgd feðra sinna, eiginmanna, unnusta eða atvinnusala, sem auð- vitað þykjast eiga rétt á að ráðstafa atkvæðinu í fylgdarlaun, og er það oftast nær auðsótt mál. Undantekning má það heita, ef gift kona eða heitbundin hefur sjálfstæða skoðun á stjórnmál- um, venjulegast fylgir hún hiklaust forsjá manns- ins í hverju sem snýst. Undantekningarnar fylgja einnig flestar bændunum í orði, en kannski ekki alltaf á borði. Sé eiginkonan á öndverðum meiði, gætir hún þess oftast nær vandlega að særa ekki viðkvæman metnað bónda síns með því að láta hann verð þess varan, svo ekki leiði til „upp- reisnar á Brekku“. Afskiptaleysi allt of margra íslenzkra kvenna af stjórnarfari því, sem þær eiga við að búa, og kjörunum, sem þeim eru sköpuð, gæti einna helzt minnt á andvaraleysi fávitans, ef aðstæður væru ókunnar. Makræði og sálardofi eiga á þessu nokkra sök, en markvís áróður mesta. Hann hefst þegar við fæðingu og heldur síðan óslitið áfram til æviloka. Það er óneitanlega meiri viðburður er mey- barn fæðist en sveinbarn, svo mjög er kvenkyn- ið fágætara meðal nýburanna. Samt er ólíkt hressilegri hreimur í rödd föðurins, er hann til- kynnir að sér hafi fæðzt sonur, en ef afkvæmið telst til hins veikara kyns, sem raunar er bæði harðgerðara og lífseigara, því miklu betur er til þess vandað af náttúrunnar hálfu. Hinn mjög lofaða móðurást bregzt barninu ekki fremur en endranær; konan fullyrðir að sér sé sama þó það sé „bara stelpa“ eða „ein til mæðunnar“, hvor- tveggja orðatiltækið lýsir vel áliti kvenna á kyni sínu og kjörum. Stúlkubarnið venst því þegar í bernsku, að leggja mest upp úr kynþokkanum og eflingu hans með ýmiskonar tildri og hégómlegri sundurgerð í klæðaburði. Stúlkunni verður fljótlega ljóst, að hún er af óæðri kyntegund en bræður,henn- ar, sem oft eru smánaðir með því, að líkja þeim við stelpur eða kvenfólk. Henni er innrætt beint 14 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.