Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 27

Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 27
að konur fengju fullkomið jafnrétti við karlmenn. — Eins og kunnugt er náðist sú réttarbót með lögum frá Alþingi, sem gengu í gildi 19. júní 1915. Hver er svo ávinningurinn? Hvað hefur svo gerzt síð- an? Það orkar ekki tvímælis, að miklar framfarir liafa orðið með þjóðinni á öllum sviðum. Konurnar eiga þar einnig sinn þátt í umbótunum, bæði beint og óbeint. Eigi að síður hafa það orðið vonbrigði allra þeirra, sem áttu bjartastar vonir um árangurinn af jafnréttislög- gjöfinni, hvað konur hafa reynzt seinar til að nota frelsið. En því valda að miklu leyti aldagamlar venjur, að enn er í dróma sá máttur, sem býr með konunni, og sjálf er hún sér þess ekki meðvitandi, hvað hún gæti áorkað. Því er það rétt, að við konur eigum sjálfar mikla sök á því, að jafnréttis- og kvenfrelsislöggjöfin er ennþá í mörgum tilfellum einungis á pappírnum. — Þegar jafnréttið var fengið, héldu ýmsir, að kvenfélögin væru alveg úr sögunni. En reynslan varð önnur, það voru ýms mál, sem konum féll bezt að fjalla um í sínum eigin félögum, kynningin þar hafði kennt þeim að vinna saman. Fyrst voru það hjálpar- og líknarstörf, sem konur létu til sín taka, enda þarft verk, sem fljótt fékk viðurkenningu — jafnvel af þeim þröngsýnu, en þeir vildu helzt, að konur væru ekki að skipta sér af fleiri málum, — en jafnvel sú starfsemi gat orðið æði víðtæk. — Það má rekja til fórnarlundar og hjálpfýsi kvenna (sem þeim er í hlóð borin), að fyrstu stórmálin, sem þær beita sér fyrir í þágu þjóðfélagsins, eru: hjá frk. Þorbjörgu Sveinssen ljósmóður háskólamálið, þá Landsspítalinn, verk kvenna, frk. I. If. Bjarnason alþm. og fleiri kvenna; Hressingarhælið í Kópavogi, frú Kristín Jakobsson og fleiri konur. Þá eru sjúkrahús og hæli út um land, sem konur hafa átt frumkvæði að, — einn- ig stofnun sjúkrasamlaga. — Já, við eigum sem betur fer margar ágætis konur, sem væru áreiðanlega betur komnar á alþing en margur, sem þar situr. En það tekur sinn tíma, að konur sjálfar læri að meta verðleika kyn- systra sinna, það er Ijósasta og ógleymanlegasta dæmið, þegar við bárum ekki gæfu til að koma Bríeti Bjarn- héðinsdóttur á alþing. Kvenfélögin hafa mikið starfað, það er flestum ljóst. Alls staðar hafa þau fyrst og fremst byrjað á að bæta það, sem bráðast kallaði að í þeirra umliverfi. T. d. er handavinnukennsla í barnaskólum, þar sem hún er kom- in, mest fyrir þeirra atbeina, sama má segja um söng, og dæmi eru til þess, að félögin gangast fyrir sundkennslu barnaskólanna. Á ýmsan hátt vinna félögin þannig að menningarmálum. -— Á fundum kvenna kemur glöggt fram áhugi þeirra fyrir fræðslu og uppeldismálum. En mikið þarf til að fá nokkru áorkað á þeim erfiðu tím- um, sem við lifum nú. Heimilishald allt gjörbreytist og virðist stefnt í voða, en á móti því hafa konur með félagsskap sínum reynt að sporna með ýmsu móti, t. d. með námskeiðum í ýmsu verklegu, og hefur þar með unnizt, að nokkur kennsla í fleiri en einni grein hefur flutzt inn í sveitirnar. Með vélanotkun hefur margt ver- ið unnið nú á fólksfáum heimilum fyrir forgöngu félaga, sem gengust fyrir kaupum spuna- og prjónavéla, vefstóla og rokka —- en vélavinnuna verður að auka, en það þarf menntun og menning til þess. — Kvenfélög hafa yfir- leitt mikið hlynnt að kirkjum og kirkjugörðum, svo út- lit þeirra hefur gjörbreytzt síðustu áratugi, víðast hvar. Verkefni félaganna fara sívaxandi, .þau hafa rætt upp- eldismálin á ýmsan hátt, mestu vandamál nútímans, sem eru skóla- og fræðslumálin. Kvenfélög landsins eru nú öll, undantekningarlaust, komin í fjórðungasambönd og þau aftur í eitt lands- samband, K. I., sem nú er 14 ára gamalt, en hefur nú fyrst fengið fulla viðurkenningu á tilverurétti sínum frá löggjafarvaldinu með fjárstyrk á þessa árs fjárlögum, að upphæð 100 þúsund krónur. Verður þá fyrst lífrænt samband milli allra kvenfélagasambanda út um land. Gert er ráð fyrir hliðstæðri tilhögun og við Búnaðarfé- lag Islands. Nú er svo komið, að öllum, sem hugsa um og vinna að uppeldis- og fræðslumálum, kemur saman um að eina lækningin við því bágborna ástandi, sem virðist' vera meðal æskulýðsins, sé aukin fræðsla, bókleg og verk- leg. — Samband sunnlenzkra kvenna hefur nú í 15 ár haft húsmæðraskólamálið sem sitt aðalmál, en því mið- ar þó ekki eins vel áfram og vera ber. Okkur vantar nokkra menn og konur nú á þessu ári, sem gera sér það ljóst, að það er sannarlega kominn tími til að suSur- lands undirlendið eignist fullkominn húsmœSraskóla. — Við mættum enn einu sinni líta aftur í tímann og getum við þá fundið menn til fyrirmyndar í þessum efnum, ég minnist t. d. eins í Vestfirðingafjórðungi, en það er sfra G. Einarsson, Kvennabrekku, sem fyrir meir en 100 árum vildi koma upp kennsluskólum og sjúkrasamlögum. Að síðustu vil ég segja við allar íslenzkar konur: Lyftum þjóðfána vorum hátt! Vér berum ábyrgð á fram- tíð þjóðarinnar til jafns við menn vora, bræður og syni. Megi komandi kynslóðir ætíð hafa ástæðu til að minn- ast þess með virðingu, hve einhuga íslenzka þjóðin stóð á þessum miklu tímamótum, sem nú eru að nálgast. Megi svo verða, að þeim mun stærri flóðalda menn- ingar gangi yfir þjóðlíf vort nú en 1874, sem meiri er munurinn á „frelsisskránni“ þá og því marki, sem nú verður náð: ísland sjálfstætt lýðveldi. í marz 1944 Að öllu forfallalausu kemur tímaritið Melkorka aftur út með haustinu. Konur, sem vildu senda greinar, kvæði eða sögur, snúi sér til afgreiðslu tímaritsins, Skóla- vörðustíg 19. MELKORKA 23

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.