Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 35
RauSa torgið í Moskvu
ismanum í hendur með Munchensamningunum
alræmdu eitt sterkasta vígi frelsisins í Evrópu.
Eftir þessar aðfarir bæði við Spán og Tjekkó-
slóvakíu sáu Sovétríkin vel, hvert stefndi: allar
bandalagstilraunir við lýðræðisríkin voru árang-
urslausar og stríðið við fasismann yrðu þau að
heyja ein.
Jafnframt því sem Sovétríkin bera enga sök á
þessari styrjöld, eru þau eina þjóðin, sem sáu
opnum augum, að verjast þurfti hættu fasismans.
Samtímis því sem England og Bandaríkin her-
væddu Þýzkaland, Ítalíu og Japan, lögðu Sovét-
ríkin sem harðast að sér að vígbúast og skapa sér
her, er staðizt gæti móti ofbeldisríkjunum. í nær-
felt 25 ár höfðu þau fengið að vera í friði við
uppbyggingarstarf sitt og tekizt að reisa landið úr
rústum eftir byltinguna 1917 og styrjöldina fyrir
og eftir. Hið unga verkalýðsríki lagði allan sinn
eldmóð og alla sína krafta til að reisa nýtt skipu-
lag sósíalismans og það sá fyrstu drauma sína
rætast með hinum voldugu framkvæmdum fimm-
áraáætlananna, en jafnframt varð það að halda
um sverðið annarri hendi í fullri vitund þess, að
það yrði ekki aðeins að verja líf hins nýja þjóð-
félags, heldur heyja frelsisbaráttu fyrir allt mann-
kyn. En því glæsilegri sem árangur sósíalismans
varð, því nær komu þórdunur hinnar komandi
styrjaldar, sem sat um að tortíma honum. Spurn-
ingin var: hve langan tíma fékk verkalýðsríkið
enn að vera í friði, fimrn ár, tíu ár? Ef svo yrði,
mundi það verða óvinnandi, þó allur heimurinn
réðist á það.
Nazistarnir sáu þetta líka. Styrjöldin mátti því
ekki dragast, og 22. júní 1941 gerði Hitler fyrir-
varalausa innrás, og þjóðir sósíalismans, sem
voru að skapa 'nýtt ríki samstarfs og menningar,
urðu nú að verjast mesta tortímingarher sög-
unnar.
Og hvað hafa svo Sovétþjóðirnar orðið að sjá
á þessum þremur árum? Samyrkjubú Ukraínu,
námur Dónetsdalsins, mannvirki Dnjepróstroj,
nýjar borgir eins og Rostov og Stalíngrad, allt
MELKORKA
31