Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 25
Iðja, félag verícsmiðjufólks, Reykjavík
er í raun og veru einnig kvenfélag, J)ó að hið sterka kyn
haldi þar um stjórnvölinn, því að af 762 félögum eru 617
konur.
„Mikið skortir þar ennþá á launajafnrétti milli karla
og kvenna, en það er oft erfitt að bera það saman, vegna
þess, að menn forðast að láta karla og konur vinna sömu
störf, því að þá verður óréttlætið svo bert,“ segir vara-
formaður félagsins, Guðlaug Vilhjálmsdóttir.
Starfsstúlknafélagið Sókn Reykjavílc
hefur nú um 100 skráða félaga. Það var stofnað 1934 í
þeim tilgangi að ná bæði til starfsstúlkna á heimilum og
eins hinna, sem vinna við aðrar stofnanir. „Hið fyrra
hefur þó ekki tekizt að nokkrum mun,“ segir formaður-
inn, ASalheiður Holm. „Við liöfum sent drög að frum-
varpi til Alþingis um lögboðinn vinnutíma í húsum, en
eins og allir vita er hann mjög óákveðinn og oft óendan-
legur. Slíkt hefur þó ekki náð fram að ganga, en nokkur
áhrif höfum við þó haft óbeinlínis, því að nú er það t. d.
orðið algengt að starfsstúlkur fái ákveðið sumarfrí, sem
ekki þekktist áður. Kaupið sem heimilin greiða er mjög
misjafnt frá 200—350 kr. á mánuði, en dýrtíðaruppbót
virðist óþekkt fyrirhrigði innan stéttarinnar. Á spítölun-
um fá stúlkurnar 120 kr. í grunnkaup, 25 kr. í húsaleigu,
frítt fæði og vinnuföt, og þar er einnig ákveðinn vinnu-
tíma. Við höfum samninga við ríkisspítalana síðan 1935
og Elliheimilið Grund síðan 1943.“
Hvað segið þér um skipulagsmálin?
„Ég tel sjálfsagt að vinna að sameiningu verkakvenna-
félaganna. Þau verða alltof máttlaus sitt í hverju lagi, og
það er svo margt, sem má sameinast um, t. d. er nauðsyn-
legt að hafa einhverja fasta skrifstofu fyrir félögin og
eins má telja það æskilegt að hafa iaunaða starfskrafta
í þjónustu félaganna, en hin einstöku smáfélög hafa tæp-
lega ráð á því.“
A.S.B., félag afgreiðslustúlkna
í mjólkurbúðum, Reykjavík
var stofnað 1932 og hefur nú 155 skráða félaga. „Starfið
er mjög erfitt, vinnutíminn langur og aðbúð oftast slæm.
Víðast hvar er ekkert afdrep inn af búðunum, svo að ó-
mögulegt er að hita sér kaffi hvað þá meira,“ segir for-
maður félagsins, Guðrún Finnsdótlir. „Við höfum farið
fram á það við bæjarstjórn, að lokunartími mjólkurbúða
yrði kl. 6 virka daga og 12 á sunnudögum í staðinn fyrir
7 og 1 eins og nú er. Mjólkursamsalan hefur stutt okkur
í þessu, en félag bakarameistara er því mótfallið. Kaupið
er nú um það hil 255 kr. í grunnkaup eftir 1 ár.“
Hvernig er samstarfið við hin félögin?
„Samstarfið er ekkert milli félaganna og tel ég það
mjög óheppilegt. Við þyrftum t. d. að koma á fót fræðslu-
starfsemi um verkalýðsmál. Það myndi auka stéttvísi
stúlknanna, en slík starfsemi hefur útgjöld í för með sér
og myndi verða léttari viðfangs ef félögin hefðu sam-
vinnu með sér.“
Verkakvennafélagið Osk, Siglufirði
var stofnað 1926 með 54 konum. Það starfaði með góð-
um árangri þar til það klofnaði 1930. Var þá stofnað
annað félag, Verkakvennafélag Siglufjarðar, sem lítil bót
var að, en Osk starfaði áfram til 1939, er bæði félögin
voru lögð niður. Þá var 29. jan. stofnað nýtt félag, Verka-
kvennafélagið Brynja, með 200 félögum og hefur það
síðan starfað með þeim árangri, sem kauptaxti félagsins
nú ber vitni um.
Félagar eru nú 300 og eru þeir mjög einhuga og áhuga-
samir um framtíð félagsins. -—- f fyrstu stjóm Óskar voru
þær Sigríður Sigurðardóttir, Sigríður Indriðadóttir og
Soffía Gísladóttir. Sigríður Sigurðardóttir var einnig
fyrsti formaður Brynju. Núverandi formaður er Ríkey
Eiríksdóttir.
(Samkvæmt símtali við Sigríði Sigurðardóttur).
Verkakvennafélagið Eining, Akureyri
er stofnað 15. febr. 1915. Hefur það alltaf verið eina
verkakvennafélagið á staðnum. Gekk í Verkalýðssamband
Norðurlands þegar það var stofnað. Fékk inngöngu í Al-
þýðusamband íslands haustið 1942. Félagið hefur átt
örðugt uppdráttar á tímabili því, er verkalýðurinn var
klofinn, en aldrei tókst að stofna annað verkakvennafé-
lag. Nú telur félagið 180 konur og hefur bæði þvotta-
kvennadeild og starfsstúlknadeild innan sinna vébanda.
Félagið hefur tekið þátt í ýmsri menningarstarfsemi, svo
sem haldið sumarheimili fyrir hörn í sveit og í fleiri
sumur, lagt til fulltrúa í mæðrastyrksnefnd. Fræðslu-
starfsemi hefur félagið tíðum haft á fundum.
Félagið á sögu, rika af baráttu, hefur háð mörg
verkföll o. s. frv. Nú síðustu ár hefur það fengið sæmi-
lega samninga við atvinnurekendur og er nú sem stendur
mestu ráðandi innan kvennahreyfingarinnar á Akureyri.
Ilefur því tekizt að fá félagsbundnar allar þær konur,
sem vinna við fisk og síld og á liraðfrystihúsi K.E.A.
o. s. frv. Þó skortir á, að allar þær konur, sem munu
salta síld í sumar, séu í félaginu. Síldarsöltun verður
sennilega mikil og verður því unnið að því að fá þær
inn í félagið.
(Samkvæmt bréfi frá formanni félagsins Elísabetu
Eiríksdóttur).
MELKORKA
21