Melkorka - 01.07.1950, Page 6

Melkorka - 01.07.1950, Page 6
minningar- og dánargjöfum . .. Minninga- bókin skal geymd á tryggum stað t. d. í handritasafni Landsbókasafnsins.“ Á' þennan hátt er reynt að tryggja það svo sem kostur er á, að geymd sé minning þeirra, sem gjafir eru gefnar um og er sjóð- urinn á jrann hátt órjúfanlega tengdur for- tíðinni, niinningu hins liðna. En minning- in á svo að verða til þess að tryggja fram- tíðina, láta framtíðarvonirnar rætast, ef kostur er. Hlýtur sjóður jressi því að minna á orð Einars skálds Benediktssonar, er liann kveður í Aldamótaljóðum sínum: „Að for- tíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja.“ Því verður varla fram hjá því gengið, þegar sjóðs þessa er minnzt, að framtíðin verður jafnan að standa í tengslum við fortíðina, ef vel á að fara. Um tilgang sjóðsins er farið svofelldum orðum í skipulagsskránni: „Tilgangur sjóðsins er að vinna að menn- ingarmálum kvenna: a. með því að styðja konur til framhalds- náms við æðri menntastofnanir, hérlendar og erlendar, með náms- og ferðastyrkjum. Ef ástæða þykir til, svo sem sérstakir Iiæfi- leikar og efnaskortur, má einnig styrkja stúlkur til byrjunarnáms t. d. í mennta- skóla. b. með jrví að styðja konur til framhalds- rannsókna að loknu námi og til náms og ferðalaga til undirbúnings jijóðfélagslegum störfum og til sérnáms í ýmsum greinum og annarra æðri mennta, c. með því að veita konum styrk ti| rit- starfa eða verðlauna ritgerðir, einkum um jjjóðfélagsmál, er varða áhugamál kvenna. Þó skulu námsstyrkir sitja í fyrirrúmi með- an sjóðurinn er að vaxa. Komi þeir tímar, að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu og 'sömu að- stæður til menntunar, efnalega, lagalega og samkvæmt almenningsáliti, þá skulu bæði kynin liafa jafnan rétt til styrkveitinga úr sjóði þessum.“ Um stjórn sjóðsins er svo fyrir mælt í skipulagsskránni, að á Landsfundi K. R. F. í. skuli kosin 5 kvenna stjórn, er hafi á hendi allt það er við kemur úthlutun og innborgun til sjóðsins. Leggist K. R. F. I. niður án þess að annar tilsvarandi félags- skapur komi í þess stað, er þess óskað, að sameinað Alþingi kjósi sjóðstjórnina, sem þó skal ávallt skipuð konum. Einstök atriði skipulagsskrárinnar munu svo ekki frekar verða rakin hér. Hins vegar mun í stórum dráttum verða rakin starf- semi sjóðsins þau 5 ár, sem liðin eru frá staðfestingu skipulagsskrárinnar. Aðaltekjur sjóðsins hafa verið minning- argjafir. Hafa nú verið gefnar minningar- gjafir um rúmlega fjörutíu merkar konur og auk þess 1000 krónur til minningar um Héðin Valdimarsson. Stærsta minningar- gjöf frá einum manni er 10.000 króna gjöf Tlior jensen, en langflestar gjafirnar eru 500—1000 krónur, séu þær aðeins frá einum manni eða félagi. Hins vegar hafa nokkrar gjafir orðið hærri, ef margir vinir og vel- unnarar hinnar framliðnu hafa slegið sam- an. Nokkrar gjalir utan minningargjafa liafa og borizt og er stærst þeirra gjöf frá Byggingafélagi alþýðu, 10.000 krónur að upphæð. Tvenns konar starfsemi hefur verið rek- in, önnur að tillilutun sjóðstjórnarinnar, hin af Kvenréttindafélagi íslands, en það er sala minningarspjalda og merkja. Fer merkjasalan fram á fæðingardag frú Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, 27. september. Hafa nú hin síðari ár tekjur af þessari starfsemi numið rúml. 20.000 krónum, og hefur fulL ur helmingur Jress safnazt utan Reykjavík- ur. Svo vel hafa konur úti um land brugðizt við Jressu. Minningarspjöldin eru einkum seld í Reykjavík, jDÓtt útsölustaðir séu einn- ig á Akureyri. Vitanlega gætu konur, hvar sem er á landinu fengið spjöld, ef þær byggjust við, að einhverjir í sínu byggðar- lagi vildu nota þau. Stjórn M. M. K. gekkst fyrir jrví að fá út gefið ýmislegt af jrví, er Laufey heitin 32 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.