Melkorka - 01.07.1950, Síða 11
félagskvenna og fengnum „pólitískum“
réttindum, sem hefðu átt að gera konurn
kleift að vera mikils ráðandi á Alþingi. Og
þrátt fyrir skelegga baráttu verkalýðssam-
takanna, sem liafa haft „sömu laun fyrir
sömu vinnu“, sem eitt sitt aðalstefnumál
frá upphafi vega.
Alþýðusambandið er 34 ára. Það er lang-
ur starfsferill en þó er jafnréttið ekki meira
í launamálum en þegar er frá skýrt.
Enginn taki orð mín svo að ég vilji kasta
rýrð á alla þessa starfsemi eða vanmeta Jrær
kjarabætur, sem fengizt hafa, en spurningin
er: Hvers vegna höfum við ekki þegar náð
settu rnarki með fulltingi sanrtaka okkar,
verkalýðssamtakanna, og ennfremur fyrir
atbeina hinna „pólitísku" réttinda.
Mér er ekki grunlaust unr að við misnot-
um okkar pólitísku réttindi og vil ég eink-
um beina orðum mínum til lrinna vinnandi
stétta.
Það er nreir en full ástæða til að athuga
vel allar kringumstæður þegar við göngum
að kjörborði og greiðum atkvæði. En hver
skilyrði eru til að við getum með fullri
ábyrgðartilfinningu valið rétt milli stjórn-
nrálaflokka? Það er aðeins ein leið, en hún
krefur þekkingar. í fyrsta lagi, hvaða hag-
kerfi mun bezt lrenta okkar þjóðarbúskap,
og í öðru lagi, lrver eru sjónarmið, stefnur
og takmörk lrinna ýmsu flokka og lrver er
reyndin nreð að þeir framfylgi sínum stefnu-
skrám. Þetta er sú þekking, sem segja nrætti
um: „Eitt er nauðsynlegt". Sú fræðsla, sem
fullnaðarpróf úr barnaskólunr ætti að mið-
ast við og í síðasta lagi ætti próf í slikum
fræðunr að vera óumflýjanlegt áður en
kosningarétturinn er fenginn lrlutaðeigandi.
Hver skilyrði eru svo til fræðslu og þekk-
ingar í jafn lífsnauðsynlegunr fræðum?
Reyndin mun vera að útgefendur flokks-
blaðanna telji það starfssvið sitt, enda lrella
þau yfir okkur fullyrðingum sí og æ, en
einkunr fyrir kosningar; sömuleiðis býst ég
við að frambjóðendur fyrir kosningar telji
sig útvalda fræðara.
Því er ákaft haldið að okkur lrvert hnoss
lrið svonefnda ritfrelsi sé og þetta frelsi er
notað þannig að það er haugað í háttvirta
kjósendur blaðakosti, senr inniheldur í öll-
um atriðum ósvífnustu lygar og blekkingar,
sem samvizkulaus illmenni geta saman sett
ásanrt loforðum, sem fyrirfram má vita að
verða svikin þar senr þau komast því aðeins
til franrkvæmda að prangað verði og prúttað
unr framgang þeirra flokka á milli, að ó-
gleynrdum loforðum, sem fyrirfram er á-
kveðið að svíkja eins og t. d. fiugvallarsamn-
ingurinn. Á sama hátt er hið svonefnda mál-
frelsi rómað mjög en fræðslan er sú að þar
eru ítrekuð blaðaskrifin og þyrlað upp sem
mestunr blekkingum og leitast við að gera
kjósendunr sem allra torveldast að beita
dónrgreind sinni.
Áhrif þessara starfsaðferða eru áþreifan-
leg. Fjöldi fólks er haldið „pólitískri
ógleði". Það lrefur ógeð á að koma nálægt
nokkru, senr nefnist „pólitík“ og lítur á það
senr pest, senr ber að forðast. Ennfremur
virðist nrér beinlínis vera rekinn áróður fyr-
ir því að nrenn séu „ópólitískir". Kvenrétt-
indafélagið telur sig geta náð tilgangi sín-
unr og takmarki unr fullt jafnrétti án “póli-
tískra" sjónarmiða. Alþýðusambandið
hyggst einnig framfylgja sínunr stefnumál-
unr og byggja réttlátt þjóðfélag án pólitískra
sjónarmiða; ég tel það alveg útilokað í báð-
unr tilfellum. Það fæst því aðeins fullt jafn-
rétti, raunlræfar umbætur, réttlátt jrjóðfélag
að liver einstaklingur geri sér ljóst, að liann
er lrluti af heildinni, ábyrgur þjóðfélags-
þegn.
Við megum ekki ganga þess dulin að okk-
ur er lagt vopn í liönd þar senr kosingarrétt-
urinn er, en við getnm nreð skeytingarleysi,
ábyrgðarleýsi og þekkingarleysi misnotað
það og beint því gegn sjálfunr okkur og lífs-
kjörum okkar.
Að öllu athuguðu er það tvímælalaus
skylda hvers kjósanda að vera „pólitískur“.
melkorka
37