Melkorka - 01.07.1950, Qupperneq 14

Melkorka - 01.07.1950, Qupperneq 14
Forréttindastétt Ráðstjórnarríkjanna Eftir Katrinu Thoroddsen lœkni Katrin Thoroddsen lœknir hefur um þriggja mdnaða skeið verið á ferðalagi um Norðurlönd, Bretland og Sovétrikin og kynnt sér heilsugcrzlu i þessum löndum. Það sem hér fer ú eftir er út- drúttur úr erindi, er hún flutti ú fundi félagsins MIR (Menningartengsl Islands og Rúðstjórnar- rikjanna) 21. mai s.l. Allt frá dögum októberbyltingarinnar halði mig langað að koma í land sósíalism- ans og sjá með eigin augum það sem þar væri að ske. Því fór fjarri að ég byggist við að allt væri komið þar í ákjósanlegt horf, mér var vel ljóst það, sem mörgum virðist gleymast, að Ráðstjórnarríkin eru aðeins rúmlega þrítug að aldri og þó 33 ár sé drjúgur spölur af mannsæfinni, er það ekki ýkja langur áfangi í þróunarsögu þjóðanna og Sovétlýðveldin hafa auk þess verið mjög tafin á j^roskabrautinni af erjum, orustum og stríði við innlenda og útlenda óvini, svo ekki mun ofmælt, að um það bil þriðjung- ur af æfi þeirra hafi farið í vörn og varnar- baráttu, en 2^ í viðreisnarstarf. Viðreisnar- starf sem þó liefur verið svo tafið og tor- veldað, at’ erlendum andstæðingum að ekki er ólíklega tilgetið að tveir þriðju, ef til vill miklu meira, af orku Sovétríkjanna hafi eyðzt og sé enn að eyðast í vörn og varnar- aðgerðir, en aðeins einum þriðja hluta ork- unnar hafi verið unnt að verja til viðreisn- ar. Ég var því ekki haldin neinu sérstöku ofvæni, en mér var mikið í mun, að dómur minn um jiað sem fyrir augun bæri, yrði óvilhallur, óháður pólitískri sannfæring minni um ágæti sósíalismans, — og þó ég teldi mig sæmilega dómbæra á einu sviði a. m. k., þ. e. a. s. á heilsufari og aðbúnaði barna, kaus ég heldur að hafa annað til hliðsjónar við dómsúrskurðinn um aðgerð ir Ráðstjórnarríkjanna að því er heilsu- gæzlu ungbarna viðvíkur, en ódugnaðinn og úrræðaleysið hér heima, og því tók ég þann kostinn að fara fyrst til Stokkhólms og Helsinki; en Svíþjóð og Finnland eru talin að vera mjög vel á vegi stödd í jjeirri grein, og í fremstu röð Vestur-Evrópuríkjanna. Og margt gott og gagnlegt lærði ég í lönd- unum joeim, margt sem okkur íslendingum væri hollt áð liafa eftir; og margt sá ég þar, einkum í Finnlandi, glæsilegra heilsugæzlu- stöðva og barnahæla svo íburðarmikilla að manni lá jafnvel við blindu af ofbirtu, en allt um J^að leyndi það sér ekki að geysi- mikið vantaði á að heilsugæzlan gæti talizt fullgild, enda leyfa félagslegar aðstæður slíkt ekki. Það verður að viðurkennast að þar sem auðvaldsskipulag er, verða heilsu- farslegar ráðstafanir og aðgerðir aldrei ann- að en bætur, að vísu góðar, slitmiklar, jafn- vel ágætar og glæsilegar bætur á gamalt fat, sem alltof oft er ósnið á frá upphafi og hlýtur ávallt svo að vera meðan þjóðskipu- lagi er þannig háttað, að hverjum einstakl- ing er ekki sniðinn stakkur eftir vexti, heldur er stakkurinn, þ. e. a. s. félagslegar aðstæður látnar ráða vextinum, kippa úr honum, krækla og bækla, vanskapa og brengla, eftir því sem verkast vill. í Ráð- stjórnarríkjunum er annar háttur hafður á, þar er, svo líkingunni sé haldið áfram, ver- ið að sníða nýjan alklæðnað þar sem vaxtar- lagið, andlegt og líkamlegt atgervi, nýtur sín lil fulls. Og þó flíkin sé að vonum ekki fullgerð enn, til þess hefur ekki unnizt tafa- laus tími, þá er alh útlit á að hún fari vel um það'lýkur, því borgarar Ráðstjórnar- 40 MKLKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.