Melkorka - 01.07.1950, Side 26
/---------------------------------------N
MELKORKA
kemur út þrisvar á ári.
Verð árgangsins fyrir áskrifendur er 20 krónur.
f lausasölu kostar hvert hefti 8 krónur.
Gjalddagi er fyrir 1. okt. ár hvert.
Öll bréfaviðskipti varðandi innheimtu og a£-
greiðslu til áskrifenda og útsölumanna utan
Reykjavíkur annast Svafa Þórleifsdóttir,
Hjallavegi 14 Reykjavík.
Afgreiðsla fyrir Reykjavík og nágrenni er í
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 19.
Nokkur eintök af fyrri árgöngum ritsins
eru enn fáanleg.
PRENTSMIÐJAN HÓLAR H-F
V_______________________________________/
um erlendum fyrirmyndum og stundum
sauma þær Heklugos og fossaföll, sem varla
er hægt að segja að njóti sín í útsaum. Marg-
ar þessar stúlkur sauma prýðilega vel og
njóta góðrar tilsagnar hvað handbragði við-
víkur, en ég held að þær mundu bera meira
úr býtum, ef önnur viðfangsefni yrðu fyrir
valinu.
Margar nútímakonur virðast hafa tekið
hið góðkunna gamanbréf listaskáldsins
góða, Jónasar Hallgrímssonar, að einhverju
leyti til fyrirmyndar um búning sinn og
reynt að komast sem næst því sem drottn-
ingin á Englandi var búin þegar hún fór í
orlofsferðina til hans séra Filippusar hinum
megin við sundið. „Hún var með gullskó,
í silfursokkum og silfurbryddu gullpilsi,
með gullsvuntu, og að ofan í gulllagðri silf-
urtreyju, með silfurhúfu og gullskúf í.“
Skyldi Jónasi nokkurntíma hafa dottið í
hug að hann ætti eftir að verða tízkufröm-
uður? En það er von að þetta sé svona.
Dýrindis kjólaefni hafa verið flutt til lands-
ins, þó lítið sé til af öllu nú orðið í verzlun-
um, það sem þurfti til íslenzka búningsins
hefur orðið litundan. Ég efa það ekki að
íslenzku klæðaverksmiðjurnar gætu ofið
handa okkur dýra dúka „eins og ormavef,
léttari en fis og þó hlýja“, en silki eigum
við ekki í landinu. Á meðan flutt eru til
landsins efni í fína kjóla, væri ekki úr vegi,
að konurnar, sem bera uppi hróður þjóð-
búningsins, fengju sparisvuntur og slifsi úr
góða gamla silkinu, sem entist urn aldur og
ævi. Einmitt sú tegund af silki er notuð til
þjóðbúninga annars staðar í Evrópu. Tízk-
an eyðileggur ekki um aldur fram efnið,
sem notað er í þjóðbúninga. Sú gjaldeyris-
eyðsla mun aldrei verða þungur baggi á
þjóðinni.
Það væri livöt til að nota þjóðbúninginn,
ef liéraðsfélög auglýstu, þegar þau tilkynna
mót sxn, að óskað væri að menn kæmu í
dökkum fötum og þjóðbúningi í staðinn
fyrir samkvæmisfötum og síðum kjólum.
Nú eru liðnir tæpir úr öld síðan eini
listmálari Jress tíma, Sigurður Guðmunds-
son, konr konunum til hjálpar, sem voru
óánægðar með búninginn eins og hann var
þá og óskuðu að breyta svolítið til. Hvort
sú breyting var til bóta, er smekksatriði,
en hugsazt gæti að það sé einmitt heppilegt
nú, að til eru fleiri gerðir af þjóðbúningn-
um, ef takast mætti að vekja áhuga fyrir
notkun hans að nýju. Á síðustu tírnum hef-
ur komið fram í ræðu og riti ýmislegt, sem
bendir til að konur séu farnar að gefa því
gaurn að þjóðbúningurinn standi á fallanda
fæti. Flestar viljum við varðveita hann, jafn-
vel þó við notum liann ekki sjálfar, en það
er eins og oft á sér stað, við viljum að hinar
konurnar geri það, en ef til vill bætast fleiri
í hópinn, ef ekki verður áfram svona mikl-
um erfiðleikum bundið að fá til hans nauð-
synleg efni. Nú eigum við marga listamenn
bæði karla og konur. Vonandi eru þau ekki
öll sammála um að dæma þjóðbúning okk-
ar dauðan og ómerkan, heldur leggi þau til
málanna hvernig megi bæta hann sem bezt.
Þökk sé konum þeim, sem enn bera íslenzka
búninginn, því meðan liann enn er til, á
hann sér viðreisnar von.
52
MELKORKA