Melkorka - 01.12.1956, Qupperneq 4
Þjóðfélagið og heimilisstörfin
Eftir Önnu Sigurðardóttur
Fiest störf miða að því að byggja upp og
viðhalcla heimilunum, og bæta iífskjör
fólksins, sem á heimilunum búa, um leið og
þau efla hag þjóðfélagsins. Raunar eru til
störf, sem eru til skaðræðis fyrir þjóðfélagið,
en samt gefa þau þeim einstaklingum, sem
{Dau stunda, tekjur til þess að lifa af og
byggja upp og viðhalda eigin heimili.
Öll störf, sem launuð eru eða gefa á ann-
an hátt penínga í aðra hönd, teljast í þjóð-
hagskýrslum gefa þjóðartekjur.
Þau störf, sem ekki eru launuð og eru
talin vera unnin í þágu þess einstaklings,
sem vinnur þau, teljast ekki gefa þjóðar-
tekjur, enda þótt þau, engu að síður en
launuð störf, miði að því að byggja upp og
viðhalda heimili.
Svo er um störfin, sem húsmóðirin vinn-
ur á heimilinu, til þess að fjölskyldan geti
neytt matar síns á heimilinu, geti búið í
hreinum húsakynnum, klæðzt hreinum og
heilum fatnaði og á annan liátt lifað því
lífi, sem krafizt er í menningarþjóðfélagi.
Það er undarlegt, að þjóðfélagið skuli
vanmeta svo gjörsamlega þessi störf, þegar
húsmóðirin eða aðrir einstaklingar fjöl-
skyldunnar vinna þau.
Séu heimilisstörfin hins vegar unnin af
ráðskonu, vinnustúlku, barnfóstru, þvotta-
konu, garðyrkjumanni o. s. frv. heima á
heimilinu eða ýmiskonar stofnunum eða
einstaklingum utan heimilisins, fá þau allt 1
einu gildi fyrir þjóðarbúskapinn og teljast
auka tekjur þjóðarinnar.
Heimilisstörfin eru svo tímafrek, að um
1/5 hluti allrar þjóðarinnar hefir ekki að-
stöðu til þess að vinna þau störf, sem talin
eru efla og auka þjóðartekjur. Þrátt fyrir
það eru þau gleymd í bókhaldi þjóðarinnar,
gleymd í búreikningum heimilanna, gleymd
í skattalöggjöf, gleymd í tryggingalöggjöf,
gleymd í rannsóknum og útreikningi fram-
færslukostnaðar og gleymd þegar manntöl
eru tekin og flokkað í framfærendur og
framfærða.
Hvort stafar þetta af fyrirlitningu á þeim,
sem störfin vinna, eða á störfunum sjálfum?
Hvers vegna fer þjóðhagslegt gildi heim-
ilisstarfanna eftir því, hver vinnur þau og
hvort þau eru greidcl með peningum eða
ekki?
Hvers vegna gefur það þjóðartekjur að
elda mat í tjaldi handa vegagerðarmönnum
eða um borð í skipi úti á sjó (og þá meiri
tekjur en venjulegt hásetastarf), en ekki
þegar húsmóðir eldar mat í eldhúsi á heim-
ili sínu?
Hvers vegna gefur það þjóðartekjur að
draga fisk úr sjó, bera hann á land og selja
hann í búð, en að kaupa fiskinn, bera hann
heim, lireinsa liann, sjóða liann og bera á
borð heima á heimilinu, er aðeins talið
unnið í „eigin þágu“, ef húsmóðirin gerir
það, og því einskisvirði fyrir þjóðfélagið?
Hvers vegna gefur vinna við matvörur
ekki þjóðartekjur nema nokkurn hluta af
leiðinni að munni neytandans, þegar hús-
móðir á hlut að máli? Svarið er víst: Hús-
móðirin vinnur í eigin þágu, þegar hún eld-
ar lianda fjölskyldu sinni. Já, vissulega. En
vinna ekki sjómaðurinn og kaupmaðurinn
líka í eigin þágu? Vinna þeir ekki fyrst og
fremst í eigin þágu, þágu heimilis síns? Rök-
in um vinnu í „eigin þágu“ falla því alveg
um sig sjálf.
Hvers vegna eykur það þjóðartekjur að
68
MELKORKA