Melkorka - 01.12.1961, Qupperneq 12
Icla Ingólfs-
dóttir, forstöðu-
kona dagheim-
ilisins i
Steinahlíð.
legt fleira er erfitt, þröng húsakynni, vönt-
un á starfsfólki á köflum, en þetta er verst.
Hvað þykir þér auðveldast og ánœgjuleg-
ast við starfið?
Ánægjulegast er að hafa traust og jákvætt
samband við börnin, finna að dvölin á dag-
heimilinu hefur holl og þroskandi áhrif á
skjólstæðinga okkar.
Kemur það oft fyrir, að börn verði að
hœtta á dagheimilinu vegna óyndis?
Víst kemur það fyrir, en það er mjög
sjaldgæft, sem betur fer, því að oftast liggur
einhverskonar öryggisleysi bak við þessi við-
brögð barnsins, fremur en að barnið sé
raunverulega svo „einrænt", að það geti
ekki sætt sig við stóran félagshóp og nýtt
umhverfi. Og öryggis þarfnast barnið, e. t.
v. flestu öðru fremur.
Hvað telurðu að helzt sé hœgt að gera til
að hjálpa barninu undir þeim kringum-
stœðum?
Frá dagheimilisins hálfu reynum við jafn-
an að láta einhverja fóstruna taka nýja gest-
inn að sér og sýna honum alveg sérstaklega
alúð og nærgætni, svo að hann finni, að
hann á þar hauk í horni, sem þessi fóstra er.
Hún leggur sig fram um að kynnast barn-
inu og skapa traust þess og áhuga á nýja
umhverfinu. En þegar um slíka byrjunar-
örðugleika er að ræðá þá er skilningur og
afstaða aðstandenda mjög mikils virði. Per-
sónulega tel ég rétt, að sá, sem kemur með
barnið fyrstu dagana, ætti ekki að yfirgefa
það strax, heidur gefa sér tíma til að dvelja
með því góða stund, meðan barnið er að að-
laga sig dagheimilinu og fá áhuga á leik-
föngum. En þetta er oft erfitt í framkvæmd.
Vinnan kallar að hjá þeim, sem kemur með
barnið, og jafnvel þó nokkrum tíma sé var-
ið til að dvelja hjá því, er það oft og tíðum
ekki gert á þann eðlilega hátt, að barnið
slappi af, og verði öruggt, heldur finnur
það, að beðið er eftir tækifæri til að „stinga
af“.
Það er oft talað um, að börn, sem dveljast
á dagheimilum liggi stöðugt undir smitun-
arhœttu af allskyns umgangskvillum. Held-
urðu ekki, að nauðsynlegt vœri, að hafa á
dagheimilum einhverskonar einangrunar-
deild, þar sem börn fengju að dvelja þó að
þau vceru t. d. kvefuð?
Já, maður heyrir oft um þetta rætt og af
því dregin sú ályktun að mæður, sem vinna
úti, en eiga börn sín á dagheimili, séu stop-
ull vinnukraftur, þar sem þær verði ekki
aðeins fjarverandi vegna eigin veikinda,
heldur og vegna veikinda barnsins eða
barnanna. Hvort þau börn, sem dveljast til
langframa á dagheimili eru raunverulega
oftar veik, heldur en þau, sem heima dvelja,
er erfitt að segja um. Til þess þyrfti að
koma nákvæm athugun á nokkuð stórum
hóp barna, um nokkuð langt tímabil, þar
sem annar hópurinn sækti dagheimili en
hinn dveldi heima.
Það er auðvitað að börn, sem byrja að
sækja dagheimili ung, við skulum segja um
2ja ára aldur, og hafa þá af fáum haft að
segja nema foreldrunum, en komast á dag-
heimilinu í allnána snertingu við talsverð-
an hóp barna og fullorðinna, hljóta að vera
í mjög áukinni smitunarhættu frá því sem
þau voru lieima hjá sér. Mín reynsla er sú,
að mest beri á þessu fyrst í stað, og sé barn-
ið að öðru leyti hraust, herðist það tiltölu-
76
MELKORKA