Melkorka - 01.12.1961, Page 17

Melkorka - 01.12.1961, Page 17
Kunningi okkar sænskur, spurði okkur að lokinni leiksýningu: Getið þið ætlazt til þess að þið, 100.000 manns geti átt leikhús sem er fullkomið? Já auðvitað, sögðum við. Okkur finnst sjálfsagt að við séum engir viðvaningar í leiklist og alls ekki í leikritun. Við eigum fjölda höfunda, ungra og aldraðra, sem geta skrifað, og því eiga þeir ekki að geta skrifað leikrit eins og eitthvað annað. Ég geri ráð fyrir að það fari mjög saman, leiklist og leikritun. Leikrit krefst þess að það verði leikið. Leikhús þarf skólun máls og framkomu og umfram allt eðlilega túlk- un. En leikhús þarf fyrst og fremst uppörv- un frá fólkinu sem horfir, það verður að vera lifandi samband milli fólks og leikara. Það getur enginn leikið fyrir trédrumb. Ég held að leikhúsið hér vanti það náttúrlega fyrirbæri sem gat gerzt á sviði austur á landi, að tík hljóp upp á sviðið í þann mund sem leikurinn var að byrja, og þá heyrðist áhorfandi hvísla að sessunaut sín- um: Og er það nú Gunna, sem leikur tík- ina? Hvers vegna eiga írar leikhús? Þeir hafa verið kúgaðir af nágrannaþjóð sinni og bar- izt um á hæl og hnakka til að verða frjálsir. Bókaútgáfa hefur stundum verið bönnuð í landi þeirra og öll þjóðleg starfsemi, m. a. bannað að tala írsku. Það má vera eitthvað hæft í þeirri kenningu, að þegar öll sund eru lokuð fyrir þeim, þá leiti þeir í laumi til leikhússins, það má leika heima að kvöldlagi og þarf engu til að kosta. Þannig koma þeir því á framfæri, sem þeim liggur á lijarta. Okkar leikhús, þótt glæsilegt sé að ytra útliti, vantar svo margt og er það lítt afsak- anlegt að við séum rúmlega 100.000 manns. Við getum nefnilega gert miklu betur en við geruin. Árlega skrifum við út nemend- ur úr leikhússkóla, árlega fara leikarar utan og nema við beztu skóla. Þegar þeir koma heim fá þeir enga atvinnu, leikhúsið getur ekki tekið á móti öllum, það er skiljanlegt. Það fara eflaust okkar beztu kraftar í súg- inn. Eins eru leikritaskáldin. Hvar eru öll leikritaskáldin? Þau ættu að vera miklu fleiri og sjást oftar eftir þau. Við höfum lesið leikrit og leikritsbrot eftir nútímahöfunda í bókum og tímarit- um, brot úr leikritum, sem aldrei verða sýnd, við vitum ekki hvers vegna? Hvenær sjáum við leikrit eftir Geir Kristjánsson, Halldór Stefánsson, Sigurð Róbertsson, Einar Frey, Bjarna frá Hofteigi, Oddnýju Guðmundsdóttur, Líneyju Jóhannesdóttur, Erling Halldórsson og fleiri? Eitt vitum við, að ef skáldin fá ekki tækifæri til þess að koma verkum sínum á framfæri, eignumst við aldrei leikritaskáld. Jóhann Sigurjóns- son og Kamban komu báðir sínum leikrit- um á framfæri hjá góðum leikhúsum sem áttu afbragðs leikara. Aðalskilyrðin fyrir höfundana, er að fá að yrkja upp á nýtt á sviðinu. Það sem hentar blaðinu, hentar ekki sviðinu. í leikhúsmálum okkar þarf mikið átak. Það þarf að koma upp tilraunaleikhúsi, þar sem skáld okkar og leikarar fá að koma fram og spreyta sig og þar sem má segja eitthvað óvenjubundið og hugarfluginu er gefinn laus taumurinn. Hér þarf að virkja alla óvirka krafta. Og þetta byggist síðast en ekki sízt á okkur áhorfendum, að við finnum hjá okkur þöi'fina fyrir slíkt leik- hús. Sé sólskin fagurt á jóladag, verður gott ár. Sé sólskin annan dag jóla verður hart ár. Þegar jóladagur kemur með vaxandi tungli veit á gott ár, og sé hann góður, veit á því betra. Jóladagurinn fyrsti merkir janúar, annar merkir febrúar, þriðji merkir marz, fjórði apríl. Þegar hreinviðri er og regnsamt aðfangadag jóla og jólanótt, ætla menn það boði frostasamt ár, en viðri öðruvísi, veit á betra. Ef stillt viðrar seinasta dag árs- ins, mun gott ár verða, sem í hönd fer. Blási fjórðu jólanótt, veit á hart, en blási fimmtu jólanótt, veit á slæmt sumar. Blási sjöttu, verður grasvöxtur lftill. Blási sjöundu, verður gott ár. Blási vestanvindur þrettándu nótt jóla veit það á frostasumar. Ef jól eru rauð, verða hvítir páskar, en rauðir, ef jól eru hvít. kf EI.KORKA 81

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.