Melkorka - 01.12.1961, Síða 19
Bakið. Fitjið upp 22 lykkjur og prjónið 4 umferðir
með grunnmunstri, því næst eru 6 lykkjur fitjaðar upp
báðum megin f annarri hverri umferð, nfu sinnum
alls (130 lykkjur). Prjónið 25 sm með grunnmunstrinu
(7 munstur). Nú er komið að mittinu og prjónaðar 14
umferðir með stuðlaprjóni, en í 1. umferð þeirra eru
60 lykkjur teknar úr með jöfnu bili, og í 7. umferð eru
búin til göt: 4 sl, * pr 2 sm, br um pr, 4 sl, endurtakið
frá *. — Tvær umferðir slétt prjón og þvfnæst er byrj-
að á smekknum: 12 lykkjur með perluprjóni; 46 með
grunnmunstri, 12 með perluprjóni. í 4. hverri umferð
er 1 lykkja tekin úr hvorum megin innan við perlu-
prjónið, alls 9 sinnum. Þegar búið er að prjóna tvö
heil munstur þannig (52 lykkjur): 12 lykkjur með perlu-
prjóni, 28 með stuðlaprjóni, 12 með perluprjóni. Eftir
4 umferðir eru felldar af 28 lykkjur í miðjunni, perlu-
prjóninu haldið áfram, það myndar axlabönd. Eftir 5
sm er fellt af.
Framparturinn er prjónaður eins og bakið.
Saumið saman hliðarsaumana. Neðantil á hvorri
skálm eru teknar upp 75 lykkjur og prjónaðar 10 um-
ferðir stuðlaprjón. Þessi kantur er brotinn á úthverf-
una og saumaður niður. Festið bendil aftan á klaufina
og smellur. Axlaböndin: á framstykkin eru saumaðar
stroffur, en tölur á aftari axlaböndin.
HÚFA (9—12mán.)
Efni: 100 gr. af miðgrófu babygarni, bandprjónai
nr 3 (21 lykkja = 8 sm, 21 umferð = 5,5 sm).
Munstur (lykkjufjöldi deilanlegur með 6): J,—3. umf.:
* 3 sl, 3 br, endurtakið frá *. 4. umf.: slétt. á. umf.:
brugðin. Þessar fimm umferðir inynda munsturrönd.
Fitjið upp 120 lykkjur og prjónið 18 sm randamunst-
ur. í næstu umferð er tekið úr þannig: * 3 sl, br 2 sm,
1 br, endurtakið frá * (100 lykkjur). Nú er prjónað 6
sm i eftirfarandi munstri: • 3 sl, 2 br, endurtakið frá
*• í næstu umferð er tekið úr: * 3 sl, br 2 sm, endur-
takið frá * (80 lykkjur). Prjónið 10 sm: * 3 sl, 1 br.
Takið úr í næstu umferð: * pr 2 sm, 1 sl, 1 br, endur-
takið frá * (60 lykkjur). Nú er prjónað * 2 sl, 1 br,
endurtakið frá *. Eftir 2 sm prjón er tekið úr: * pr 2
sm, 1 br, endurtakið frá *, því næst tvær umferðir með
stuðlaprjóni. Nú er tekið úr með því að prjóna tvær
lykkjur saman alla umferðina, þráður dreginn i gegn-
um lykkjuafganginn. Búið til stóran skúf og festið i
toppinn. Kanturinn er brotinn tvisvar út á við.
(Skammstafanir: umf. = umferð; sl = slétt; br =
brugðið; br um pr = bregða um prjóninn; pr 2 sm =
prjóna 2 lykkjur saman sléttar; br 2 sm = bregða 2
saman.)
Amerískur milljónamæringur varð hrifinn af ungri,
upprennandi filmstjörnu og skrifaði henni eftirfarandi:
„Kæra ungfrúl Ég er orðinn leiður á einverunni og
®tla að festa mér konu. En sú kona verður að kunna
þá list að geta hlustað og þagað á réttum tima og verð-
ur að vera mér trú allt lífið ..."
Leikkonan svaraði: „Hlustal Þegjal Og vera trúföstl
Herra minn, hvað ætlið þér i raun og veru að gera við
konu? Þér skuluð kaupa yður hundl"
melkorka
Rithöfundurinn Mark Twain var í veizlu einni að
leiða borðdömu sína til sætis. Hann var í ágætu skapi
og sagði í aðdáunarróm:
„Frú, þér cruð töfrandi fagrar."
Konan fyrtist við og svaraði stutt i spuna:
„Það er leiðinlegt, hr. rithiifundur, að ég skuli ekki
geta endurgoldið gtdlhamra yðar."
Þá hló Mark Twain og sagði:
„Gerið eins og ég. Skrökviðl"
83