Melkorka - 01.12.1962, Qupperneq 4

Melkorka - 01.12.1962, Qupperneq 4
Frá Alþjóðaþingi um afvopnun og frið Eftir Þóru Vigfúsdóttur Fjölsóttasta friðarþing sem haldið hefur verið til þessa var sett í Moskvu mánudag- inn 9. júlí. Yfir tvö þúsund fulltrúar frá nær öllum löndum heims höfðu streymt til borgarinnar undanfarna daga, fjölmennar sendinefndir og einstaklingar, meðal þeirra heimsfrægir rithöfundar, vísinda- og iista- menn. IJað mátti sjá viðtöl í blöðunum við menn eins og Pablo Neruda og Poul Sartre og eitt blaðið birti langa grein eftir nóbels- verðlaunahafann Albert Schweitzer, sem hann skrifaði frá sjúkrahúsi sínu í frum- skógum Afríku. Þar segir meðal annars: að styrkja beri tengsl milli austurs og vesturs og að þessi andlegu tengsl skapist þegar al- menningur í vestri og austri gengur fram fyrir skjöldu og fordæmir notkun kjarn- orkuvopna . . . undir veldi kjarnavopna FuUtrúar ganga inn i Þinghöllina. MEI.KORKA munum við hætta að vera siðmenntaðir menn — og eins og sakir standa er allt of mikil liætta á að til kjarorkustríðs komi af einskærri tilviljun. Þeir sem fylgjast með alþjóðamálum vita að á undanförnum ár- um höfum við hvað eftir annað rambað á barmi styrjaldar . . . Greinarhöfundur var ómyrkur í máli og skoraði á sovézka og bandaríska valdamenn að láta af kjarnorku- kappldaupi og binda endi á kalda stríðið. í ltópi Iiinna erlendu fulltrúa voruin við fimm frá íslandi: Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona, Ása Ottesen form. Menn- ingar og friðarsamtaka ísl, kvenna, Guðni Jónsson jjrófessor, Kristinn Andrésson og undirrituð. En í J^essu sambandi má geta, að frá öllum Norðurlöndum voru fjölmenn-

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.