Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 6
uri, áttum að vera komin á þingstað kl. 9.
Við komum okkur í bílana sem biðu fyrir
utan hótelið og ökum í morgunsólinni nið-
ur Gorkystræti. Mikil umferð, fólkið létt-
klætt og brosandi í góða veðrinu. Margir
veifa til okkar, það sést á þessum mörgu
stóru bílum hverjir eru á ferðinni. Moskvu-
búar eru taldir manna gestrisnastir, en ef ti!
vi!l liafa þeir sjaldan lagt eins að sér að taka
á móti erlendum fulltrúum eins og þeim,
sem nú voru á ferðinni. Allt skipulag og
móttökur í sambandi við þingið var með
þeim hætti að betra var ekki á kosið.
Það var ekið að Rauðatorginu, haldið
inn í Kreml til þinghallarinnar, nýtízku
byggingar sem sómir sér vel og jafnve! nýt-
ur þess að standa innan um hinar gömlu
fornu hallir þar sem glampar á gullnar spír-
ur og turna og mér sýnast gömlu eikurnar
sem teygja sig upp í himininn vera grænni
og unglegri en þegar ég sá þær fyrir tíu
árum.
Það vekur athygli að fjöldi borgarbúa
liefur safnazt saman fyrir utan þinghöllina
og sumir halda á blómum og keppast um
að rétta fulltrúunum. Þá sex daga sem þing-
ið stóð var ævinlega rnikill mannfjöldi fyrir
utan þinghöllina, fólk á öllum aldri, ó-
breyttir borgarar sem gerðu sitt til að skapa
það andrúmsloft góðvildar og áhuga sem
ríkti kringum ráðstefnuna.
í HINUM stóra forsal þinghallarinnar er
allt eitt iðandi mannhaf. Dökkir, svartir,
gulir og hvítir standa hver við annars hlið
og manni finnst að allir þjóðflokkar sem
þennan hnött byggja séu komnir hér á einn
stað. Litríkir búningar Afríku- og Asíu-
þjóðanna vekja strax eftirtekt. Indversku
konurnar eru í fögrum saríum og með
rauðan depil milli augnanna, sem er tákn
trúarlegs eðlis, en karlmennirnir í grænum
síðum, tvíhnepptum jökkum með hvítar
húfur á höfðinu og minna allir á Nehru. Sn
athyglin beinist aðallega að Afríkubúum.
Þeir eru misjafnlega dökkir. Flestir háir
vexti og tígulegir í framgöngu, klæddir víð-
um skikkjum í skærum litum, úr silki eða
einhverju grófu efni og eru með turban á
höfði eða skinnstróka. Einn fulltrúanna,
stór og mikill að vallarsýn, var með heila
kýrlnxð á herðunum og gljáði á strokin hár-
in, en þó hann væri með þennan skinnfeld
var eins og hann væri kominn beina leið út
úr frumskógunum. Seinna vissum við að
þetta var einn af fulltrúunum frá Kenya,
Odinga að nafni, mikil frelsishetja. Mynda-
smiðir og blaðamenn eltu hann á röndum
eins og ungu þeldökku stúlkuna frá Súdan,
sem virtist bera af öðrum konurn þarna að
óvenjulegum yndisþokka.
Hinn mikli fundarsalur sem rúmar alls
sex þúsund manns var brátt fullsetinn. Á
svölum meðfram veggjum salarins sátu er-
lendir og innlendir gestir og blaðamenn frá
heimsblöðunum. Við hvert sæti fulltrúa
voru nýtízku heyrnartæki og voru ræður
manna þýddar á 14 þjóðtungur, þar á með-
al ensku, þýzku, frönsku og sænsku. Af
Irinum 117 þjóðum sem áttu þarna fulltrúa
var stærsta sendinefndin frá Bandaríkjun-
um, 190 manns, 174 frá Brasilíu, 140 frá
Englandi og 130 frá Indlandi og yfir 100
l'rá Frakklandi, Ítalíu og Japan. Þingið sátu
m. a. 340 kennarar, 128 læknar, nær 200 rit-
höfundar og listamenn, yfir 100 blaðamenn,
166 verkamenn, 48 bændur, 76 verzlunar-
menn. Þessar tölur sýna að þarna voru full-
trúar frá ólíkustu félagssamtökum og stétt-
um og talar það sínu máli.
Olga Pobleta des Espenosa frá Chile,
tíguleg gráhærð kona, formaður undirbún-
ingsnefndar þingsins, gekk að ræðustól og
ávarpaði þingið og vék að tilgangi þess og
markmiði. Mælti síðan með að Eugine
Cotton, forseti Alþjóðabandalags lýðræðis-
sinnaðra kvenna, yrði kjörin fyrsti fundar-
stjóri þingsins og var það samjrykkt með
löngu lófataki.
Forseti heimsfriðarráðsins, prófessor John
Bernal, flutti því næst aðalræðuna og lióf
mál sitt á því að menn væru hér saman-
42
MEI.KORKA