Melkorka - 01.12.1962, Qupperneq 16

Melkorka - 01.12.1962, Qupperneq 16
Minningar frá Kúbu Eftir Kristrúnu Agústsdóttur Þegar flugvélin lækkaði flugið og settist á José Martí flugvöllinn í Havanna, liöfuð- borg Kúbu, fann ég til mikils feginleika að liafa nú aftur jörð undir fótum, því við höfðum verið á flugi í næstum því heilan sólarhring á leiðinni frá Prag. Þegar dyrnar voru opnaðar fundum við þegar að við vorum komin í land sem var næsta frá- brugðið íslandi; hitinn var svo mikill að mér fannst eins og ég væri að fara inn í bakarofn, þótt klukkan væri ekki orðin sjö að morgni. Og við manni blasti litadýrð hitabeltisins, moldin rauð, blöð trjánna og konungspálmanna sterkgræn og hvers kyns einkennilegur gróður sem ég þekkti aðeins úr kvikmyndum og bókum. Ekki var fólkið síður nýstárlegt og litfagurt í mínum aug- urn, svart, gult, brúnt og hvítt. Havanna liefur á sér mikinn stórborgar- brag, enda er íbúatala hennar 1,6 miljónir að úthverfum meðtöldum. í þeim bæjar- Iiluta þar senr við bjuggum bar mest á ný- tízkulegum háhýsum, allt upp í 30 hæðir. En miklu rneira af borginni er í spönskum stíl og þar er að finna margar fornar bygg- ingar, þar á meðal höfuðkirkjuna þar sem Það má líka sjá það núna á þökum hús- anna í Reykjavík að við erum ekki með neina minnimáttarkennd og reisum okkar sjónvarpsstengur sumstaðar tvöfaldar, svona er mikill máttur auglýsinganna. í sjónvarpi hermanna lrá Keflavíkurflugvelli er líka svo margt skemmtilegt: sýning á innbúi Kennedys, tvö glæpaleikrit á dag og Mikki mús handa Velvakanda Morgunblaðsins og bræðrum lians. bein Kólumbusar voru geymd allt til síð- ustu aldamóta þegar Spánverjar misstu yfir- ráð sín yfir Kúbu. En innan um glæsileg hverfi forn og ný má sjá fátækrahverfi sem eru svo ömurleg að þeinr verður naumast lýst með orðum. Húsunum er klesst saman úr kassafjölum, blikkplötum og yfirleitt hverjum þeinr efnivið senr íbúarnir hafa getað náð í. í þessmn hreysum er inoldar- gólf, ekkert vatn, ekkert skolpræsi, engin salerni. Þarna bjuggu aðallega negrar, at- vinnulausir og fáfróðir. Andstæðurnar milli Jressara hverfa og háhýsanna nýju sýndu í Fátcekrahverfi á Kúhu. 52 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.