Melkorka - 01.12.1962, Side 17

Melkorka - 01.12.1962, Side 17
Nýtt ibúðarhverfi austan við Havanna. S5S5SSSS”"»»sSó5Si|gei n fflWaaaMB s Íii^SIliSSiSiilÍÍiSSS n SIí=::|! \ ju.t,-vlli8BSBBlg8 % Æ»tai . i-í W i-( a'i-S iíia wr;,iai leil'tri þjóðfélagsandstSeður þær sem voru ástæður byltingarinnar á Kúbu. Nú er unn- ið ötullega að því að útrýma fátækrahverf- ununi, við sáum mjög víða ný og vistleg smáíbúðahverfi sem íbúar fátækrahverf- anna höfðu sjálfir unnið að að byggja, og í austurhluta borgarinnar eru að rísa ljóm- andi falleg nýtízkuleg bæjarhverfi með stór- um sambýlishúsum, raðhúsum og einbýlis- húsum. Kúba er nokkru stærri en ísland, I 15.000 ferkílómetrar. Hún er í útjaðri hitabeltis- ins, og er meðalhitinn í landinu 24—27 stig á sumrin en um 21 stig á veturna. Gróður sæld er svo rnikil að unnt er að lá þrefalda uppskeru af ýmsum gróðurtegundum. IJar vaxa liverskyns tegundir al' suðrænum ávöxtum, ananas, appelsínur, sítrónur, mango, einar fjórar tegundir af banönum. lJar eru stórar ekrur al kaffi, baðmull, lirís- grjónum, tóbaki, að ógleymdum sykur- reyrnum, en sykurrækt er eins mikilvæg fyrir Kúbubúa og fiskveiðár fyrir Islend- inga. Einnig eru í landinu dýrmæt jarðefni, svo að rnaður liefði mátt ætla að fólkið í landinu lifði áhyggjtdausu líli. En því fór fjarri. Meirihlutinn af þeim sjö miljónum manna sem nú búa í landinu þurfti að heyja daglega baráttu við skortinn. Segja iná að Kúbubúar hafi í heila öld háð baráttu fyrir frelsi sínu og sjálfstæði. A ofanverðri 19. öld háðu þeir langvinna bar- áttu gegn Spánverjum og þeir voru síðasta nýlenda Spánverja í Vesturheimi sem hlaut frelsi. En þá tóku Bandaríkin við hlutverki Spánverja, sendu margsinnis hersveitir til Kúbu, komu sér upp herstöð og náðu hin- um víðtækustu tökum á öllu efnahagskerf- inu. Bandaríkjamenn áttu ítök í öllum mikilvægustu fyrirtækjum landsins, verk- smiðjum, bönkum, hótelum, símstöðvum, rafmagnsstöðvum, útvarpsstöðvum, blöðum o. s. frv. Auk þess var mikill hluti landsins í þeirra eigu. Auðmennirnir á Kúbu voru að- eins umboðsmenn hinna bandarísku stéttar- bræðra sinna. Þessi yfirstétt, innlend og er- lend, byggði handa sér hallir með þeim íburði sem mestan er hægt að hugsa sér. MlíLKORKA 53

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.