Melkorka - 01.12.1962, Side 19
áttunni frá upphafi og gat sér mikið orð.
Hún er srift Raúl Castro hermálaráðherra
o
Kúbu, yngri bróður Fidels. Aðalverkefni
samtakanna er eins og áður er sagt að fá
konur til að taka virkan þátt í þjóðmálum.
í því skyni er nú verið að stofna sérstakan
skóla til þess að mennta konur til forustu
starfa. Þá starfrækja samtökin fjölmarga al-
menna skóla handa konum og hverskyns
námskeið. Þau hafa gert sérstakar ráðstafan-
ir til þess að ná til kvenna í sveitum, en þar
var fáfræðin mest. Hafa m. a. verið haldin
námskeið til að kenna sveitastúlkum að
nota saumavélar, en margar þeirra höfðu
aldrei séð þvílíkan grip áður. Hafa um
14.000 stúlkur tekið þátt í slíkurn námskeið
um síðan samtökin voru stofnuð; stóðu
námskeiðin í sex mánuði og voru stúlkun-
um algerlega að kostnaðarlausu; einnig
lærðu þær ýmislegt annað svo sem mat-
reiðslu, heilsugæzlu og klæðaburð. Hver
stúlka fékk að lokum saumavél að gjöf með
því skilyrði að hún yrði að kenna tíu kon-
um öðrum að sauma á þessu ári. Sagði Ester
Ninega að gaman hefði verið að fylgjast
með því hvernig sveitastúlkurnar gerbreytt-
ust á þessum sex mánuðum; margar þeirra
hafa síðan gerzt forustukonur í sínum
byggðarlögum.
Þá starfrækja samtökin vöggustofur og
barnaheimili fyrir ljörn á aldrinum sex
mánaða til sex ára, en slíkar stofnanir voru
algerlega óþekktar fyrir byltinguna. Eg
kom síðar á eitt slíkt. barnaheimili í Ha-
vanna og var þar allt með miklum myndar-
brag, glöð og falleg börn, svört og hvít, allir
jafn réttháir til öryggis og heilbrigðs lífs.
Þá beita samtökin sér fyrir því að konur
taki þátt í öllum þeim verkefnum sem brýn-
ust eru við hlið karlmannanna. Þær vinna
sjálfboðaliðsvinnu við landbúnaðarstörf,
liöggva sykurreyr og tína kaffi þegar með
þarf. Eitt til tvö hundruð þúsund konur
taka þátt í heimavarnarliðinu, margar
þeirra í sérstökum hjúkrunarsveitum. Þá
Þrjár forustukonur kvennasamtakanna. Frá vinstri: Est-
er Ninega, form. þeirrar deildar kvennasamtakanna sem
annast samskipti við önnur lönd; Irina Erapote, vara-
form. og Alieia Imþeratori, stjórnarkona i kvennasam-
tökunum.
gefa samtökin út tvö kvennablöð sem korna
út í 100.000 eintökum hvort.
Samtökin hafa deildir í öllum héruðum
Kúbu og undirdeildir í hverju bæjarhverfi
í borgunum. Konurnar greiða ákveðið hlut-
fall af tekjum sínum í árgjald, og nægja þær
tekjur til að standa undir allri starfsemi
samtakanna. Formlegt stofnþing verður
haldið í haust, og hafa verið kjiirnir til þess
3.500 fulltrúar lrá öllu landinu; verður þar
gengið endanlega frá lögurn og skipulagi.
Samtökin liafa sérstakt samband við kvenna-
samtök í öðrum Ameríkuríkjum, og ]rau
eiga fulltrúa í framkvæmdastjórn Alþjóða-
sambands lýðræðissinnaðra kvenna.
Ég átti síðar kost á að heimsækja ýmsar
þær stolnanir sem starfræktar eru á vegum
kvennasamtakanna. í Camagiiey, stórri bor y
um miðbik Kúbu, kom ég til að mynda á
heimili fyrir vændiskonur, en vændiskonur
rnunu hafa verið fleiri á Kúbu en í flestum
MELKORKA
55