Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 22

Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 22
Noregur. vefnað, frú Engelstad er skólastjóri „Dcn kvindc- lige kunstindustriskole", Oslo). Okkur fannst skjóta nokkuð skökku við, að þeir fr;i landi myndvefsins góða, sendi okkur hingað Iieila umferðasýningarveggi af hörhorð- mottum til pjattbrúks á trosátuborð skuttogara- þjóða, enda þótt mynztrin byggi á gömlum merg í útsetn. Agnesar Dyrkorn og landskonsulent heimilisiðnaðarfcl. norsku, Signe Faleide Rutlin, mælir jiai með. Þarna venda Norðmenn einfaldlega sínu kvæði í kross og opna dyrnar á gátt að mat- borði í dag. Langborð stendur dúkað. Stæðilegar smíðajárnskertastikur skarta í svartri makt, stórar renndar eintrjánungsskálar og föt, hnallar og skurðbretti vors daglega brauðs, ausur, trégafflar og spaðar, allt úr ljósu timbri, léttu og hávaðalausu í notkun. Þeim gaf sem þurfti, ekkert vantaði á, nema spæn- ina okkar. í leitinni frá ofhlaði til einfaldari lífs- hátta kemur þessi borðbúnaður vel heim, jafn hæfur til að gjöra hversdagsleika þol- anlegri og hátíðina minni áreynslu. Sænska deildin var fjölbreytt og mjög fögur, bar samræmdan heildarsvip strangs úrvals og mikillar listrænnar ögunar, hvergi farið út í gönur. Svíar hafa lengi trónað á sviði fágaðs listiðnaðar og Svenska Slöjdför- eningen, Handarbetets vanner og „Hem- slöjd“ eru þar engir eftirbátar, hafa launaða faglærða iðnlistamenn til uppdrátta-til- brigða og litvals þeirra þjóðlegu mynztra er út eru send um byggð og ból, auðum hönd- um að vinna í efni. Árangurinn er glæsileg- ur og tæknilega fullkominn, en ögn óper- sónulegur. Tímarit Svcnska Slöjdforeningen FORM, l>er þarna sama hvítþvegna, gallalausa, næstum eimda svip. í langTÍku landi jafnaðarstefnunnar er einnig gæðamat og gæðameðaltal heimilis- iðnaðarins svo frábært, að þeir þurfa varla á þeim glit gneista snildarinnar að halda, sem lijá öðrum stundum snöggleiftrar í lá- dauðu umhverfi. Danir létu sér mestpart nægja að senda okkur nemendavinnu frá föndurskólanum Kerteminde á Fjóni. Ágæt og gamaldags kennsla í álnavöruskreytingu með þrykk- tækni fyrir byrjendur, en þetta er ekki heimilisiðnaður. Að vísu vitum við, að skólarnir hafa tekið við allri kennslu, einnig á sviði heimilisiðnaðar, og að það eru skólarnir sem verða að sjá um, að ekki gloprist niður þjóðlegar erfðir í allri hand- íð, að viðbættum ])eim tækniaðferðum og af- stöðu til gildis, er hæfa hverjum tíma. Að því lcyti var hin danska sýning okkur lærdómsrík. Margar íslenzkar konur hafa sótt hand- menntun sína til Dana, kvennaskóli „Hánd- arbejdets Fremme" er viðurkenndur, en hvorki sérlega þjóðlegur sem slíkur, né að skólinn virði lillag ncmenda sjálfra i mynztm tilbrigðum út frá gcfnum verkefnum, enda hefur framkvæmda- stjóri listsaumsútsölu fél. Gertie Wandel, verið andvfg þeirri stefnu í ræðu og riti. Og það eru 58 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.