Melkorka - 01.12.1962, Side 26

Melkorka - 01.12.1962, Side 26
Barnagarður fyrir skólabörn E£tir Marlu Þorsteinsdóttur Ein af þeim stofnunum, sem ég hef haft því láni að fagna að kynnast hér í Leipzig, er barnagarður fyrir skólabörn. Eg heim- sótti barnagarð í \V7asserschole og átti stutt viðtal við forstöðukonuna þar, frú Ingeborg Naczinsky. „Hve langan tíma dagsins eru börnin hérna?“ „Þau koma kl. 6 á morgnana og fara heirn kl. 5 e. h. En þau eru ekki allan tímann liér, heldur fara þau í skólann og koma svo hing- að aftur þegar þau koma úr honurn, og læra undir næsta dag.“ „Eru þessir garðar þá yfirleitt í sambandi við einlivern skóla?“ „Já, allir slíkir garðar tilheyra skólum og skólastjóri viðkomandi skóla er ábyrgur fyr- ir rekstri þeirra. Á þessum barnagarði eru 140 börn frá 6—14 ára aldri. Við höfum 6 deildir og eru 25 börn í hverri deild.“ „Það eru þá ekki öll börn, sem skólann sækja, sem eru í slíkum barnagörðum?“ „Nei, Jtessir garðar eru einungis fyrir börn þeirra foreldra er bæði stunda vinnu utan heimilis eða börn einstæðra mæðra, 3^ liluti barnanna eru börn verkafólks." „Hvað kostar að hafa börn á svona Itarna- garði?“ „Dvölin er ókeypis, þau hal'a með sér morgunmat, svo íá þau miðdagsmat hérna og einnig mjólk og brauð um kaffileytið, endurtekið frá *. Nú eru 67 (75) lykkjur á prjóninum. 3 sm stuðlaprjón. Næsta umferð: 2 sl saman alla um- ferðina. 3 umferðir slétt prjón, því næst ein umferð þar sem stoðugt er ]jrjónað: 2 sl saman, og loksins 2 umferðir slétt prjón, bandið slitið og dregið í gegnum lykkjurnar. Saumið húfuna saman og festið hvítan dúsk í toppínn. Helmingurinn af hvíta bekknunr er brotinn upp á réttuna. fyrir það borga foreldrarnir 50 penny á dag, svo það er langt undir kostnaðarverði." „Hve rnargar stúlkur vinna við þennan barnagarð?“ „Við erum 7, sem vinnum við kennsiu og gæzlu barnanna, hver hópur hefur sína kennslukonu og ég er sú sjöunda og hef engan hóp, en lít eftir með Jteim öllum.“ „Hvaða menntunar er krafizt fyrir stúlk- ur, sem ætla að vinna þetta starf?" „Söntu menntunar og fyrir fóstrur á barnaheimilum, en það er eða á að vera 5 ára nám. Sökum fólkseklu hefur orðið að slá af þessunt kröfum og stytta námið allt ofan í 2 ár, en til Jtess að geta veitt svona barnagarði forstöðu er krafizt 5 ára náms, og allar forstöðukonur hafa Jtá menntun og einnig forstöðukonur á barnaheimilum hér.“ „Hve lengi hafið Jtið haft svona barna- garða hérna?“ „Síðan 1945 hafa Jteir verið almennir og í Jteirri mynd, sem þeir eru nú, Jteir voru til áður, en þá voru Jteir einkarekstur og bæði fáir og ákaflega dýrir?“ „Getið þér sagt ntér hvernig tilhögun er á námi og starfi barnanna hér?" „Já, við skipuleggjum allan tíma barn- anna og skiptum honum milli náms og leikja. í byrjun hvers mánaðar semjum við svokallaða mánaðaráætlun og nær hún yfir ýmislegt, sem ekki kemur skólanum bein- línis við. í byrjun hverrar viku semjum við svokallaða vikuáætlutt, og er hún gerð í samráði við kennara viðkomandi barna, en Jtar er þvað leggja beri áherzlu á að kenna í hverri viku, enn fremur er ríflegur tími ætlaður til leikja á hverjum degi.“ „Ég hefði gantan af að sjá eina slíka á- 62 MELKORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.