Melkorka - 01.12.1962, Síða 28
Sögur um Tótu
Tóta er fimm ára. Við erum góðir
vinir. Hún kemur alltaf að heim-
sækja mig þegar hana langar til þess.
Tótu finnst mjög gaman að sögum.
Stundum bý ég til sögur um Tótu.
Ef ég á annríkt fær hún sér bók
og skoðar í henni myndirnar eða
leikur sér að smáhlutum á hillun-
um.
Vinkonan mín litla er greind og
dálítið út undir sig.
Eg sá hana teygja sig eftir útskorn-
um skógarhirti. Annað hornið á
honum var brotið og límt á aftur.
,,Ekki snerta hann,“ sagði ég.
,,Hornið dettur af.“
En Tóta sagði þá:
„Mamma las fyrir mig bók um
skógarhirti. í henni var sagt að horn-
in dyttu af þeim og svo kæmu bara
ný í staðinn.“
Tóta er ekki beinlínis örlát.
Hún var með súkkulaðistykki og
ég sagði við hana:
,,Viltu gefa mér bita?“
„Namm-namm. Þetta er ekki
einu sinni nóg handa mér.“
Eftir dálitla stund krafsaði hún í
hurðina eins og svolítill kettlingur
og kom inn. Hrm rétti mér lófann.
,,Hérna, þetta máttu eiga.“
Það var agnarlítill súkkulaðibiti
í lófa hennar.
,,Má ég eiga það?“ sagði ég undr-
andi. ,,En það er ekkert “
,,Víst er það. Það er súkkulaði.
Hérna!“
,,En ég sé ekki neitt.“
Það kom fát á Tótu.
Hún var særð af því ég kunni ekki
að meta gjafmildi hennar.
„Þakka þér samt fyrir,“ sagði ég.
,,Og þetta mátt þú eiga.“
Og ég gaf Tótu stóran sykurmola.
,,Sérðu?“
„Auðvitað sé ég,“ sagði hún. „Ég
sé mjög vel, læknirinn sagði það
meir að segja. En þú sérð víst ósköp
illa “
O. Mamayeva.
Reiðu skórnir
Ari litli gat orðið klætt sig ef
mamma hjálpaði honum. Hann gat
sjálfur farið í skóna og hnýtt reim-
arnar líka.
En skórnir hans vorn eítthvað
64
MELKORKA