Melkorka - 01.12.1962, Qupperneq 30

Melkorka - 01.12.1962, Qupperneq 30
Ávarp til kvenna heims Við konur úr öllum heimsálfum sem sitjum alþjóðaþing i Moskvu um algerða afvoþnun og frið og teljum þriðjung allra fulltrúa, héldum með okkur fundi dagana 13.-14. júlí til þess að rœða og komast að niðurstöðu um hvernig við konurnar gcet- um á árangursríkastan hátt lagt fram krafta okkar i þágu algerðar afvoþnunar og friðar- mála. Við erum fulltrúar milljón kvenna, sem skilja eins og við, að kjarnorkustyrjöld mundi að mestu tortima öllu lifi hér á jörðu og jafnframt að geislavirk efni, sem myndast við tilraunir með kjarnasþrenging- ar, eitra loftið og sþilla lífi á jörðu og i sjó og fœðitegundum og eru þvi ógnun við mannkynið og óbornar kynslóðir. Við trúum þvi að alger afvoþnun geti komið í veg fyrir slíkar hörmungar. Við krefjumst því að kjarnorkuveldin geri með sér samning sem banni nú og um alla fram- tíð tilraunir með hverskonar tegund kjarna- voþna. Við krefjumst einnig algers banns við framleiðslu þeirra og annarra múgmorðs- voþna á grundvelli algerðrar afvoþnunar því að þá fyrst mun verða mögulegt að ráð- stafa þvi gífurlega fjármagni sem fer til vig- búnaðar i þágu bœttra lifskjara. Til að ná þessu takmarki er nauðsynlegt að fá meiri fjölda kvenna og kvennasam- taka til að sameinast i baráttu fyrir afvoþn- un og friði. Látum sérhverja okkar sem vernda vilj- um heimilisheill og framtið barna okkar, strengja þess heit að unna oltkur ekki hvild- ar fyrr en við höfum sannfcert aðrar kyn- syslur okkar um að þœr verði einnig nú þeg- ar að leggja friðaröflunum lið <og starfa á þann hátt sem beztan árangur gefur í hverju landi fyrir sig. Og látum þær konur taka aðrar nýjar rneð sér og hjálþast þannig að í starfi, og þá m,un okliur takast að ná fullum árangri. til að koma á algerðri afvopnun. Og þessi fylking sem er viðbrögð lifsins mun á sigursœlan hátt standa gagnvart þeirri fylkingu afturhalds hvers viðbrögð eru kjarnorkustyrjöld og dauði . Við heitum á öll kvennasamtök og öll friðarsamtök kvenna að vinna einhuga með öðrum friðaröflum í landi sínu að algerðri afvopnun og að því að ala upp börn og unglinga i anda friðar og vináttu. Lengi lifi samstarf kvenna um allan heim til verndar mannkyninu. ÖG MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.