Melkorka - 01.12.1962, Page 35
eyðileggja þær. Einkum síðan þetta með
ferðina komst til tals.
Auðvitað verður allt öðruvísi þegar hún
kemur aftur. Þá verður hún orðin alveg
fullorðin, fer ef til vill að gifta sig, kynnist
máske mannsefninu þarna í útlandinu, get-
ur jafnvel hugsazt, að hún eigi eftir að gift-
ast útlendingi og búa erlendis. Heilt ár er
þangað til ltún kemur aftur, og allt mögu-
legt getur gerzt á svo löngum tíma. Hann á
sennilega líka unnustu, þegar hún kemur
aftur, stúlku úr sinni stétt, auðvitað verður
það þannig. En náttúrlega heilsar hún upp
á hann, spyr hvernig honum líði og hvernig
það gangi. Hún er ekki þannig gerð------
— En að þetta skykli geta komið fyrir —?
Hann er laglegur. Laglegri en flestir aðrir.
á sinn liátt. Vinkonur hennar Iiafa sagt:
Þessi Jenssensstrákur — að þú skulir geta
að þér gert að daðra ekki dálítið við hann.
Sterkur er hann líka. Þegar hún sneri á
sér fótinn, bar hann liana upp alla stiga,
upp á fjórðu liæð eins og ekkert væri. Lyft-
an var í ólagi.
Svo sátu þau hér saman eitt kvöldið,
livaða erindi, sem þau áttu nú hingað eigin-
lega. Fætur þeirra báru þau liingað, tóku
víst af þeim ráðin. Forvitnin, sem kenmr,
þegar maður er orðinn stór, hafði gripið
þau. Löngun til að vita, Iivað hann gerði —
— vita, hvað liann þyrði að gera, kom yfir
hana. Þannig var það.
Augnabliks freisting. Nei, hún hafði
hugsað um þetta áður. En liann þorði ekki.
Og hún gerði nú ekkert meira en að leggja
hönd sína á hönd hans. Hann heiði getað
látið þar við sitja. Þetta var í rauninni allt
honum að kenna. Hefði liana getað órað
fyrir því, hvernig þetta yrði? Hún hafði
kysst Pétur. Það var ekkert, bara grín, eitt-
hvað ónauðsynlegt og lieimskulegt, sem þau
hefðu eins vel getað látið ógert. Ekki einu
sinni, að það væri óleyfilegt. Pétur var af
svo góðu fólki, peningar og allt. Það yrði
víst ekki tekið neitt hátíðlega heima hjá
henni, þó að upp kæmist, að hún hefði átt
í kossaflensi við Pétur.
En þetta var eins og kreist og kramið
fram í henni, vakið til lífs af röddinni hans
djúpu, hitaði út í hverja taug og dró hana
hingað nauðuga viljuga kvöld eftir kvöld.
Þetta er þriggja vikna gamalt ævintýr og
það mun lialda áfram að lifa í henni lengi,
lengi-------
— Ég skal kyssa þig, svo að þú gieymir
því aldrei. Orðin koma fram í hugann þar
sem hún hvílir í faðmi hans og nýtur atlota
frá munni lians, frá orðum hans og augna-
ráði, ósjálfstæð og sæl-----svo að þú get-
ir aldrei gleymt því.
Ósanngjörn tilfinning um að tilheyra
honum kom upp í henni, áköf þrá eftir að
vera honum góð, góð, innilega góð. Hún
tekur með báðum höndum um höfuð hans,
er blíðari og viðkvæmari við hann en
nokkru sinni áður. Hún, sem kom í kvöld í
þeim tilgangi að binda enda á þetta, eftir
því sem hægt væri, án þess að særa, án þess
að allt endaði með leiðindum og vonzku.
Andlit hans er orðið einhvern veginn eins
og nýtt.
- Égdró þig á sleða, þegar þú varst lítil.
Manstu J)að?
— Þú varst nú ekki mikið stærri en ég.
— O, jú, og sterkari. Manstu eftir víginu
okkar, árið sem mikli snjórinn var. Manstu
eftir snjóklumpunum, senr ég velti Jrá. Þeir
voru dálítið, en þínir . . ..
En í kassanum utan af píanóinu, sem við
höfðurn fyrir Iiús á sumrin, var Jrað nú ég,
sem lagði bezt til. Setti glas með blómum á
borðið og fleira þess háttar.
— Blóm í flösku.
— Alls ekki. Jú, fyrst var það bara iiaska.
En seinast tók ég reglulega fínan blómstur-
vasa úr herberginu mínu. Ertu búinn að
gieyma því. Þú varst svo hrifinn af því,
veslingurinn, og vildir helzt sitja inni og
liafa það náðugt, í staðinn fyrir að vera úti
og höggva eldivið og fleira, sem Jrú áttir að
gera.
MELKORKA
71