Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 39

Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 39
UM ANDLITSSNYRTINGU Við þurrt höruml er notuð eggjarauða, hún er hrærð i 4—5 dropum af ólífuolíu og nokkrum dropum af sítronsafa. Þessu er smurt þykkt á hörundið og látið liggja á í 20 mín. Þvcgið af með volgu vatni. Við feitt hörund skal einungis nota eggjahvítu. Hún •er þeytt í þunna froðu ásamt nokkrum dropum :if sítrónsafa. ]>essi andlitsgríma, sem er nokkuð stíf, á að sitja á í 15 mín. Einnig þevgin af með volgu vatni. Hvcitiklið er hrært í volgri nýmjólk og borið á and- litið. Látið sitja á í 10—15 mín. Mjög endurnærandi fyrir ltúðina. Mjólk og hunang er eitt elzta fegrunarlyfið sem til er. Það er blandað á þann hátt: 1 matsk. hunang er brætt í vatnsbaði og síðan hrært saman við 2—3 matsk. af hrárri mjólk. Það er síðan borið á hörundið og látið vera yfir nóttina. Mjólk er ennfremur áhrifamikið fegrunarlyf hæði innvortis og útvortis. Nýmjólk, áfir og rjómi innihalda mikið magn af kalki ásamt A—15—C og D-vítamínum, sem hafa heilbrigðislega og fegrunarlega séð mikil á- lirif á bæði hörundið, hárið, neglurnar og augun. Súr- mjólk og áfir verka cinnig blóðhreinsandi, og efsta lagið af mjólk eða rjóma hefur einkum góð áhrif gegn byrjandi hrukkum við augun og græðir sprungnar varir. Notið einhverja af þessum grímum i hverri viku. Það örfar hlóðrásina, bætir úr lýtum og styrkir hör- undið. Handsnyrting. Hrjúfar hendur þurfa ckki að springa eða verða rauðar ef oft er notast við kremliandáburð eða glyserin, blandað með 1/8 með spiritus og þess gætt að auki að nóg feiti sé borin á þær á kvöldin. Nudd er einnig mikilvægt fyrir hendurnar. Byrjið á fingurgómunum og nuddið öll liðamót vandlcga. Nuddið einig úlnliði og framliandleggi. Naglabandið má aldrei klippa eða skera, heldur á að ýta því upp eftir hvern þvott. Við það verður lögun naglanna fegurri. Notið gúmmíhanzka við störf er skemma hendurn- ar. Þar sem nauðsynlegt er að hafa ntikla feiti á hönd- um um nætur, ef hendurnar eiga að vera mjúkar og fallegar er hyggilcgt að nota þá hanzka, t. d. þvotta- skinnshanzka. MELKORKA 75

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.