Vesturland - 24.12.1961, Page 3
XXXVIII. árgangur.
9,—17. tölublað.
TJiEMÍ)
(3GR3) 2/6SSrFWZX!fM S3ÍÍGFS3'/£$))SmXm
í desember 1961.
Isafjörður,
Séra Þorbergur Kristj ánsson:
ú-ólalaujleiðincj
„Bráölega mun liann konm til musteris sins,
sá Drottinn, sem þér leitið.“
Malakí 3, 1.
Orðin, sem hér er til vitnað, eru í senn uppörvunar- og aðvörunar-
orð. Það fólk, sem bau upphaflega voru töluð til, lifði á erfiðum tím-
um. Efnahagslegt öngþveiti kreppti að og örðugleikar af ýmsu tagi.
Kornið hafði spillzt af illviðrum og vínyrkjan var aðeins svipur hjá
s'jón.
Og þetta voru einnig tímar andlegrar lægðar. Þeir voru margir,
er ekkert hirtu um Drottinn, litu jafnvel niður á allar trúariðkanir
og trúrækni yfirleitt, enda virtust þeir hlutir litlu breyta um það
er mestu þótti varða, og efasemdirnar, er í lofti lágu, tóku jafnvel
að leita á þá, er vildu vera hollir Drottni sínum og Herra. Spurningin
vaknar í hugum þeirra og verður æ áleitnari: Hversvegna grípur
hann ekki í taumana? Hafði þeim ekki verið sagt það af spámönn-
unum Haggaí og Sakaría, að ef musterið aðeins yrði endurreist, þá
mundi velgengnin aftur koma? Já, þeiin hafði verið sagt að búast
við blómlegum tímum og hlessunarríkum, en þeirra virtust lítil merki
sjást, þrátt fyrir allt, sem þeir höfðu á sig lagt.
Þessum kvörtunum er svo svarað í boðskap Malakia. Að tala þannig,
segir liann, ber vott um ósæmilega óþolinmæði og enda uppreisnar-
hug. Drottinn er í nánd og í fyllingu tímans mun liann birtast. Þegar
liann kemur, munu þeir vissulega fagna, sem reiðubúnir eru að mæta
lionuni. en til voru einnig þeir, sagði Malakía, er yrðu að uiidirgangast
harðan dóm við komu hans, — allir þeir, er á einn eða annan hátt
höfðu vanrækt skyldur sínar við aðra menn eða á þeim troðið, -
þeir, sem höfðu sniðgengið Guð og látið sér í léttu rúmi liggja farnað
eða ófarnað samferðamanna sinna.
Boðskapur spámannsins var sem sagt í stuttu máli þessi: Drottinn
mun koma, en gætið þess vel að vera viðbúin, þegar hann hirtist.
Og þegar Drottinn svo koin, þá voru þeir vissulega til, er viðbúnir
voru komu hans og fögnuðu honu.m heilshugar, glöðu og þakklátu
hjarta. Um það má lesa í jólafrásögnum guðspjallanna, en sú koma
Drottins inn í mannlegt líf, í mynd lítils barns, er borið var í gripa-
húsi, kom mörgum að óvörum og óviðbúnum. Afstaða manna almennt
og lífsviðhorf var ekki slíkt, að þeir gætu ÞAR séð þá dýrð, er Símon
og Anna spákona sáu, að dæmi séu nefnd. Allur fjöldinn hafði að
vísu meira eða minna ákveðnar hugmyndir um það, að einhverntíma
mundi Messías koma, en almennt gerðu menn ekki ráð fyrir því, að
hann mundi koma á þennan veg, með þessum hætti. Yfirleitt væntu
menn fyrst og fremst efnislegrar velsældar og blómgunar í sambandi
við komu hans. Hann átti að endurreisa hið forna veldi Davíðs með
ljöma þess og auðsæld,' gleði þess og gjöfum.
Já, þannig var jietta þá, — hann kom til eignar sinnar, og hans
eigin nienn tóku ekki við honum. En hvað um okkur nú? Hvað er
okkur ríkast í liuga varðandi komu Drottins í mynd Betlehemsbarns-
ins, er enn knýr á okkar dyr?
Þessum spurningum verður að sjálfsögðu hver og einn að svara
fyrir sig, en ég hygg, að við þurfum þess yfirleitt að gæta okkar vel,
eigi ekki umstangið allt og auglýsingaglamrið, að fvlla svo okkar hugi,
að jiað hókstaflega gleymist, hvað við erum að búa okkur undir. Sá
hoðskapur, sem við okkur blasir og dynur í eyrum okkar þessa dag-
ana er i stuttu máli þannig: Búið ykkur undir komu jólanna. Byrgið
ykkur upp af mat og drykk og hverskonar gæðum, glingri og glysi,
að hátiðin geti orðið með glæsibrag. Gætið þess að koma.nógu snemma
að kaupa og kaupið nógu mikið, að ekkert þurfi að skorta.
Nú er auðvitað ekki nema gotl eitt um það að segja, að við geruin
okkur dagamun um jólin, reynum að gleðjast og gleðja með gjöf-
um okkar og ýmissi nýbreytni, en þetta eitt saman dugir ekki til
þess að gefa okkur raunverulega jólagleði, - - hana getur ekkert annað
skapað en þetta, að við raunverulega opnum okkar lnigi fyrir honum,
sem jólin eru helguð.
„Bráðlega mun hann koma til musteris síns, sá Drottinn, sem þér
leitið.“
A hinum fyrstu jólum var musteri hans, þar sem liann sjálfur var, -
jjannig er það einnig enn i dag. Jólin eru þar, sem menn í anda
krjúpa umhverfis Betlehemsjötuna, - þar sem andi hans mótar menn-
ina, afstöðu þeirra, orð og gerðir og þar er musteri hans: „Musteri
Guðs eru hjörtun, sem trúa“.
Já, enn koma jól um alla jörð og þau sækja sjálfsagt misjafnt að.
Okkar öld er ærið viðsjál og örðug á ýmsan veg, ekki síður en sú,
er að var vikið í upphafi þessarar hugleiðingar. Það fer víst ekki
á milli mála, að við lifum á örlagaríkum tímum, svo örlagaríkum,
að við eins og ósjálfrátt fylgjumst af vakandi áhuga með framvindu
hlutanna. Fréttaþættir útvarpsins og dagblöðin segja okkur, að það
sem nú sé að gerast í veröldinni hafi úrslitaþýðingu fyrir framtíð
mannkynsins, — já fyrir sjálfa tilveru okkar. Og varðandi þetta, vit-
um við, að blöðin segja satt.
Stórmennamót eru um þessár mundir algeng og við töluin gjarnan
um hina „fjóru stóru“, ákvarðanir þeirra geta orðið örlagaríkar
okkar eigin framtíð og barna okkar, og því fylgjumst við með at-
höfnum þeirra og orðum vakandi athygli, eftirvæntingu, efasemdum
og vonum.
I þeim heimi, sem þeir ráða mestu og hafa átt hlut í að móta, ríkir
ósegjanleg óreiða og ruglingur, er vekur ugg og kviða, — já þeim
mun meiri áhyggjur sem við fylgjumst betur með því, sem raunveru-
lega er að gjörast. Og hvers eigum vér að vænta, — hvað mundi úr
þessu verða? Bjartsýnin hefur svo oft orðið sér lil skammar, að nú
dirfumst við aðeins að spyrja.
Við spyrjum með ugg og kvíða, livað mæta kunni á dögunum, sem
koma. Við sjáum vofur vonzkunnar, villunnar og neyðarinnar leggja
undir sig daganna vegu svo víða, að óhugnað vekur og skelfingu, og
er nokkurs annars að vænta, nokkuð annað í náinni eða fjarlægri
framtíð?
Já, þannig spyrjum við og svörin sem við fáum lijá þeim, sem
telja sig ráða og ráða vissulega miklu, þau svör eru yfirleitt ekki
uppörvandi eða traustvekjandi.
En sá Droltinn, sem til okkar kemur í mynd Betlehemsbarnsins,
hann svarar og segir: Ég kem ekki ineð neyð, heldur náð. Með hverju
svo sem mennirnir hyggjast inóta komandi daga, ætlar Guð að láta
þá mótast af náð. Sá er boðskapurinn, er að haki liggur og ber uppi
hátíðina björtu, sem enn er að koma til okkar. Hann, sem kemur,
kemur með það sem er andstæða angistar og ótta, liann kemur
með öryggi og frið. liann kemur með andstæðu upplausnar og ringul-
reiðar, með fyrirætlanir Guðsríkisins og markmið. Sá dómur, sem
honum fylgir leiðir til lífs en ekki dauða, —- til viðreisnar, en ekki
falls, - til hjálpræðis, en ekki glötunar. Já, hann kemur ekki með
neyð, heldur náð til allra þeirra, sem eru viðbúnir komu hans og vilja
við honum taka.
Göngum þá til móts við hann og leyfum honum að móta okkar líl'
og þá veröld, sem við lifum í. Einblínum ekki á ráðleysi og ringul-
reið veraldarinnar í dag, horfum á hann, sem kemur og gefum honum
í sannleika rúm, í einkalífi okkar, á heimilum okkar, á vinnustöðvun-
um, í félags- og stjórnmálalífinu.
Þegar setjast átti að samningaborði eftir heimsstyrjöldina fyrri,
kom fulltrúi Eþiopíu með fruinlega tillögu. Hann vildi, að haft yrði
eitt autt sæti við stóra borðið í Versölum. Það átti að vera fyrir
friðarhöfðingjann, rödd sannleikans, fyrir Konunginn Krist, fyrir
náðina. En tillagan var ekki sainþykkt og hann fékk ekkert rúm.
Síðan hafa svo ýmsir þeir hlutir gerzt, er óneitanlega gætu virzt
lienda til þess, að tillaga Afríkufulltrúans liafi þrátt fyrir allt e.t.v.
ekki verið svo barnaleg, sem „hinir stóru“ þeirra tíma víst álitu,
Enn virðast þó valdamennirnir telja sig einfæra um að ráða ráðum
sínum án tillits til hans, sem við nú fögnum, og þá hluti getum við
vísast ekki haft mikil áhrif á, a.m.k. ekki utan okkar litla lands, en
til hins er okkur ölliun opin leið, að ganga sjálf lil móts við Drott-
inn, þar sem hann nú mætir okkur í mynd Betlehenisbarnsins og
leitast síðan við að bera með okkur anda hans og áhrif um daganna
vegu, til allra þeirra, sem við mætum og eigum samleið með, og það
er mín jólaósk og bæn, að þetta megi takast sem bezt á dögunum,
sem koma.
G L E Ð I L E G J Ó L .