Vesturland - 24.12.1961, Qupperneq 5
VESTURLAND
5
íaflfélai bfjarðar 60 ára
„ . . . Síðan ég kom hingað fyrir núlega 37 árnm hefur áhugi
fyrir skák talsvert glæðst á Vestf jörðum, eins og víðar á land-
inu, og hinar nú almennt gildandi útlendu skákreglur eru
víðast hvar á landinu húnar að útrýma liinni íslenzku „vald-
skák“ og öðrum gömlum skákkreddum. En okkur vantar
heppilega kennslubák í skák og skákdálk í einhverju viku-
blaðinu, til þess að áhuginn á þessu „nóbla“ spili verði al-
mennari. Hér í bænum koma nú nokkrir skákmenn saman
einu sinni í viku til að tefla, og vona ég, að það verði byrjun
til skákklúbbs, auðvitað „en miniature“, þar sem bæjarbúar
eru alls ekki nema 1000 . . . “
Þannig skrifar Þorvaldur Jóns-
son, læknir á ísafirði, til Willard
Fiske veturinn 1901, þess manns,
sem íslenzkir skákunnendur eiga
hvað mest að iþakka.
Willard Fiske var Ameríkumað-
ur, en hafði snemma mikinn áhuga
á íslenzkum fræðum og raunar
öllu því, sem íslenzkt var. Dvaldi
hann mörg ár hér á landi við að
rannsaka sögu skáktaflsins á Is-
landi og gaf síðan út um þær
rannsóknir bókina „Chess in Ice-
land“ sem er mikið rit og varð það
til að vekja athygli útlendinga á
skák íslendinga. Frá því í lok
marzmánaðar 1900 vann hann
í nærri þrjú ár stöðugt að því
að útbreiða og vekja áhuga manna
á íslandi á skák. Voru fyrir hans
tilstuðlan stofnuð skákfélög víða
um landið og gaf Fiske þeim öll-
um töfl og skákbækur. Landsbóka-
safninu í Reykjavík gaf hann
heilt skákbókasafn, eitt hið full-
komnasta, sem þá var til. Á hvert
heimili í Grímsey sendi hann skák-
borð og bækur, en af skáksnilld
Grímseyinga fóru þá miklar sögur.
Á þessum árum gaf hann út skák-
tímarit á íslenzku „1 uppnámi“,
var það prentað vestan hafs og
er enn í dag talið eitt vandaðasta
og bezt ritaða skákblað, sem út
hefur komið í heiminum.
Um aldamótin var Þorvaldur
Jónsson, læknir, talinn einn hinn
bezti og sterkasti skákmaður á ís-
landi. Hann var sá eini, sem fylgd-
ist eitthvað með erlendri skák og
stúderaði skák af bókum. Er þess
getið að skákir eftir hann hafi
birzt í útlendum skáktímaritum,
þær fyrstu eftir Islending. Þor-
valdur skrifaðist mikið á við
Willard Fiske og gaf honum upp
nöfn á þeim skákmönnum, sem
íremstir stóðu hér um slóðir og
fengu þeir allir send töfl. Þegar
stofnun Taflfélagsins var í bígerð
gaf Fiske töfl og bækur. Voru tafl-
mennirnir sérstaklega stórir og
vandaðir, blýþyngdir, frá ítalíu.
Taflfélag Isafjarðar var svo
formlega stofnað veturinn 1901—
1902 og voru stofnendur m.a. þess-
ir:
Þorvaldur Jónsson, læknir, sem
var formaður.
Hannes Hafstein, sýslumaður
og skáld.
Ragnheiður Hafstein, kona hans.
Helgi Sigurgeirsson, gullsmiður.
Þorvaldur Jónsson, prófastur.
Grímur Jónsson, kennari.
Jón Grímsson, sonur hans, nú
málaflutningsmaður og eini nú-
lifandi stofnandinn.
Guðmundur Bergsson, póst-
meistari.
Jón Laxdal, verzlunarmaður og
tónskáld, og
Gyða Þorvaldsdóttir (læknis),
kona hans.
Eins og sjá má af þessum nöfn-
um, hefur það oftsinnis sýnt sig
að iðkendur skákar hafa margir
hverjir reynzt hinir merkustu
menn á öðrum sviðum, ekki hvað
sízt fyrir sakir þess andlega
þroska og skarpleika, sem skákin
hefur þjálfað með þeim.
Taflæfingar voru að jafnaði
haldnar reglulega einu sinni í viku,
á laugardögum, og var teflt í
„Gamla Spai’isjóðnum", húsi því,
sem Haraldur Guðmundsson, skip-
stjóri, á nú heima í, en þá var
húsið aðeins ein hæð. Eitthvað af
skákum var skrifað niður, en þær
eru nú flestar glataðar. Er árin
liðu, og Þorvaldur læknir var fall-
inn frá, fluttust taflfundirnir upp
lá „Nord Pól“ (1908—1915) til
Sölva Thorsteinssonar, veitinga-
manns og lóðs, (þá var þar einnig
billjard) og bættust nú nýir menn
í hópinn, svo sem Guðmundur
Hannesson, málaflutningsmaður
og síðar sýslumaður á Siglufirði,
og Ólafur Davíðsson, verzlunar-
stjóri, en aðrir heltust úr lestinni.
Stríðsárin trufluðu að vonum
mjög öll félagsstörf, og er stríð-
inu lauk var starfsemi taflfélags-
ins í molum, og bar félagið ekki
barr sitt lengi eftir það. Þó tefldu
menn ávallt nokkuð á þeim árum
i heimahúsum. Má þar geta þeirra
Sigurgeirs Sigurðssonar frá Kirkju-
bæ, sem síðar átti mestan þátt í
að efla félagið á ný og er enn
starfandi félagsmaður kominn iað
áttræðu, og Halldórs Jónssonar
frá Naustum, en báðir voru þeir
sjómenn og lengi formenn á bát-
um. Á árunum 1930—1936 færist
á ný líf í félagsstarfsemina og eru
nú taflæfingar haldnar Alþýðu-
hússkjallaranumi, („Miðfélagið“).
Auk áðurnefndra manna komu
þar m.a. við sögu þeir Marinó
Nordquist, Kristinn Pétursson,
Jón Sv. Kristjánsson, en þessir
menn voru einnig formenn á bát-
um, Ingimundur Ögmundsson,
smiður, og Steinn Guðmundsson
(Tangagötu 10). Á skákmóti, sem
haldið var á þessum árum urðu
úrslit þau, að efstur varð Marinó
S K Á K
tefld á Isafirði haustið 1892.
Hvítt: Helgi Sigurgeirsson
gullsmiður
Svart: Þorvaldur Jónsson,
læknir.
— Muziobragð —-
1. e4 e5
2. f4 exf4
3. Rf3 g5
4. Bc4 g4
5. 0-0 gxRf3
6. Hxf3 d5
7. Bxd5 Bd6
8. h3 Rf6
9. De2 De7
10. Rc3 c6
11. Bb3 Be5
12. Rdl Bd4 +
13. Khl Dxe4
14. Dfl Rh5
15. d3 De5
16. c3 Bb6
17. Bxf4 RxB
18. HxR Be6
19. d4 Dg7
20. Re3 Rd7
21. Rf5 Df8
22. Hel 0-0-0
23. BxBe6 fxB
24. Hxe6 Kb8
25. Rd6 Dg8
26. Rf7 Bc7
27. RxHd8 Dg3
28. Rf7 BxHf4
29. Dgl Hf8
30. He7 Kc8
31. c4 Dg8
32. Del Dg3
33. DxD BxD
34. c5 a5
35. b3 h5
36. Kgl b6
37. cxb6 Rxb6
38. a3 Rd5
39. Ha7 Rc7
40. Re5 Hf2
41. Hxa5 Rd5
42. Hc5 Rf4
og hvítur gaf.
Þorvaldur Jónsson, læknir.
með 8 vinninga af 10, Kristinn
6V2, Sigurgeir og Jón 5 vinninga
hvor.
Nú kemur annað heimsstríð og
liggur starfsemi félagsins í dái
allt fram til ársins 1945. Þá er
félagið endurreist á fjölmennum
fundi og þessir menn kosnir í
stjórn: Lárus Hermannsson, for-
maður; Rögnvaldur Jónsson, vara-
formaður; Guðmundur Ludvigs-
son, ritari og Jón Á. Jóhannsson
til vara; Sigurgeir Sigurðsson,
gjaldkeri og Jón Jónsson frá
Hvanná til vara; Endurskoðendur
þeir Sigurður Ásgeirsson og Magn-
ús B. Magnússon, en til vara
Gústaf Lárusson og Jóhannes
Þorsteinsson. Hefur félagið starf-
að óslitið síðan og félagsmönnum
farið fjölgandi. Eru þeir nú 50
talsins. Árið 1950 var ákveðið að
skipta félagsmönnum í tvo flokka
eftir skákstyrkleika, og síðar var
bætt við þriðja flokknum, ung-
lingaflokki. Flutti félagið um svip-
að leyti starfsemi sína í sal bóka-
safnsins, þar sem það hefur síðan
haft aðalbækistöðvar sínar.
Til viðbótar við undangengina
nafnaupptalningu þykir rétt að
geta hér nokkurra manna að lok-
um, sem unnið hafa félaginu vel
nú á hinum seinni árum. Guð-
bjarni Þorvaldsson var formaður
félagsins árin 1947 og 1948 og
auk þess lengi í stjórn. Stígur
Herlufsen var formaður 1953 og
skákmeistari félagsins 1954. Ósk-
ar Brynjólfsson var formaður 1955
og 1956 og hefur lengi verið og
er enn einn af virkustu skák-
mönnum félagsins. Gísli Kristjáns-
son var sjö sinnum skákmeistari
á árunum 1950—1958 og er enn
einn sá sterkasti. Magnús Kristins-
son hefur verið virðulegur stjórn-
armeðlimur síðan 1957, skákmeist-
ari 1959 og 1960. Núvenandi skák-
meistari er Magnús Alexanders-
son, bikarmeistari Birgir Valdi-
marsson, hraðskákmeistari Magn-
ús Aspelund, drengjameistari Pét-
ur Gunnlaugsson. Formaður fé-
lagsins er nú Einar S. Einarsson.
e.