Vesturland - 24.12.1961, Side 16
16
VESTURLAND
W. W. J a c o b s :
Breyíí um læknisaðferð
— Ja, já. Þeir eru kúnstugir sumir
skipstjórarnir, sem ég hefi siglt
með um dagana, sagði gamli næt-
urvörðurinn.Þeir, sem sigla með
stóru úthafsskipunum, sjá margt
raritetið, en karlinn, sem ég ætla
að segja þér frá, hefði nú helzt átt
að vera undir eftirliti mömmu
sinnar alla tíð. Ég hefi verið með
mörgum skrítnum skipstjórum,
kenjóttum sérvizkupúkum, en þessi
var samt sá allra gladdalegasti,
sem ég hef nokkum tíma haft
með að gera.
Það eru þó nokkuð mörg ár síð-
an þetta gerðist. Það var einu sinni
þegar ég var víst ekki alveg klár
af því, hvað ég var að gera, að
ég réði mig á barkskipið Jón Elías,
en það er einhver gangtregasti
kláfur, sem ég hefi nokkurn tíma
komið um borð í. Ég var ekki bú-
inn að vera nema svo sem tvo daga
á skipsfjöl þegar ég komst að því,
að skipstjórinn var sérfræðingur
eða „ spissíalisti“ eins og þeir
segja, og hver sérgreinin var fékk
ég að vita svoleiðis, að ég heyrði
af tilviljun nokkrar athugasemdir,
sem hrukku út úr öðrum stýri-
manni einu sinni. Hann nefnilega
eins og endasentist upp frá því að
éta kvöldmatinn, bara til þess að
ryðja úr sér.
Mér er sama, segir hann við
fyrsta stýrimann, mér er sama þó
að kutar og tól og tengur og skæri
hangi uppi um alla veggi í káet-
unni. En þegar einhver hefur
mannshendi við diskinn sinn og
stúderar hana meðan aðrir heiðar-
legir menn eru að næra sig, þá
er mér nóg boðið, það er meira
heldur en nokkur hvítur og krist-
inn maður getur þolað.
Þetta er nú ekkert, segir
fyrsti stýrimaður. Hann hafði
siglt með barkinum áður. Hann
vill óður og uppvægur doktorera
allt mögulegt. Einu sinni lá við
uppreisn um borð vegna þess, að
hann vildi láta fara fram líkskoðun
og krufningu á manni, sem datt
ofan úr masturstoppi. Hann sagð-
ist vilja vita af hverju maðurinn
hefði dáið.
Þetta er ekki normalt, segi
ég, segir annar stýrimaður
grimmdarlega. Heldurðu ekki að
hann hafi boðið mér pillu á stærð
við kríuegg í morgun. Ég missti
bara alla matarlist af þessum
fjanda.
Eftir nokkra daga vissu auð-
vitað allir í lúkarnum um þetta
uppáhalds viðfangsefni skipstjór-
ans. En ég hugsaði ekkert meira
út í það þangað til einn dag, að
ég sá hvar Danni gamli situr á
stígvélabekknum og er að lesa í
bók. Við og við leggur hann bókina
aftur og hreyfir varirnar eins og
hæna, sem er að drekka, og svo
opnar hann skræðuna aftur og
kíkir.
— Hvað er nú þetta, Danni? segi
ég. Hvað er um að vera? Þú ætlar
þó ekki að fara að stúdera, maður
kominn á þinn aldur?
— Jú, ójú, það ætla ég reyndar,
segir Danni og er hinn blíðasti.
Ég skal meira að segja lofa þér
að heyra hérna lexíu um hjarta-
sjúkdóm.
Hann réttir mér bókina, sem er
full upp með allskonar mannamein
spjaldanna á milli. Svo dregur
hann fyrst annað augað í púng,
svo hitt og segist hafa náð í bók-
ina í bókabúð; svo lokar hann
augunum alveg og þylur romsuna
viðstöðulaust. Það var ekki laust
við að ég yrði einhvernveginn hálf
skrítinn af því að hlusta á hann.
— Svona, já akkúrat svona líður
mér, segir hann þegar. hann er
búinn. Rétt svo að ég hefi krafta
til þess að skríða í kojuna. Hjálp-
aðu mér hérna dálítið, Villi, og
farðu svo og sæktu lækninn.
Já, já, þá fór ég að skilja hvað
'klukkan sló. En ég ætlaði mér ekki
að resigera neinu, svo að ég nefndi
það bara eins og af hendingu við
kokkinn, að Danni gamli væri
eitthvað lumpinn og undarlegur.
Svo fór ég frammí aftur og reyndi
aö íá skrudduna lánaða, ég hefi
sko alltaf verið gefinn fyrir bæk-
ur. En Danni þóttist vera allt of
þungt haldinn til þess að hann
gæti heyrt eða skilið það, sem ég
var að segja, og áður en ég gat
náð af honum bókinni, kom skip-
stjórinn þjótandi niður í lúkar með
tösku í hendinni.
— Hvað er að, maður minn?
segir hann. Hvað er að?
— Það er allt í lagi með mig,
skipstjóri, segir Danni gamli, og
er eins aumingjalegur og hann sé
i andaslitrunum. Nema hvað ég
hefi verið dálítið læpulegur og
svona upp á síðkastið hefur verið
eins og ætlaði að líða yfir mig.
Segðu mér nákvæmlega
hvernig það lýsir sér, segir karl-
inn, og þreifar eftir púlsinum.
Þá þylur Danni alla romsuna,
sem hann er búinn að læra, en
skipstjórinn setur upp hátíðlegan
svip og hristir höfuðið.
— Hvað ertu búinn að vera
lengi sísvona? segir hann.
— Fjögur eða fimm ár, skip-
stjóri, segir Danni. Það er ekkert
alvarlegt, er það, herra skipstjóri?
— Liggðu kyrr, segir skipstjór-
inn, og setur eitthvað appírat eins
og litla trekt á bringuna á Danna
gamla og leggur svo eyrað við.
Ummmm. Ég er hræddur um að
hér sé alvara á ferðum. Díaglósan
(Diagnose = sjúkdómsgreining)
spáir engu góðu.
— Dýja — hvað, herra skip-
stjóri? segir Danni gamli, og gap-
ir svo að sjá má hvað hann borð-
aði í fyrradag.
— Díaglósan, segir skipparinn,
að minnsta kosti held ég að það
sé orðið, sem hann notaði. Þú ligg-
ur grafkyrr, og ég ætla að fara og
blanda meðal og segja kokknum að
gefa þér kjötseyði.
Jæja, skipstjórinn var ekki fyrr
kominn upp, en Homaf jairðar-Dóri,
þriggja álna jasi, labbar sig að
kojunni til Danna gamla og segir:
— Fáðu mér bókina.
— Farðu burtu, segir Danni,
Vert’ ekki að ergja mig, þú heyrð-
ir karlinn segja hvað díaglósan
væri slæm.
— Þú færð mér bókina, segir
Dóri. Annars slæ ég þér við fyrst,
og kjafta svo í karlinn á eftir. Ég
er hræddur um að ég hafi tæringu,
að minnsta kosti ætla ég að athuga
það.
Hann tók svo doðrantinn 'af
gamlingjanum og fór að stúdera.
Það voru svo margir sjúkdómar í
bókinni, að við lá að hann freist-
aðist til að fá eitthvað annað en
tæringu, en þegar til kom hélt
hann sér við tæringuna, og fékk
svo hroðalegan rolluhósta, að eng-
inn hafði frið í lúkarnum. Daginn
eftir þegar skipstjórinn kemur til
þess að líta á Danna gamla, þá
heyrir hann vairla til sjálfs sín.
— Þú ert með ljótan hósta, mað-
ur minn, segir hann og lítur á
Dóra.
— O, það er ekkert herra skip-
stjóri, segir Dóri svona kæruleys-
islega. Ég hefi haft hann annað
slagið svo mánuðum skiptir. Ætli
það komi ekki af því, hvað ég
svitna mikið á nóttunni?
— Hvað? segir skipstjórinn.
Svitnarðu á nóttunni?
— Afskaplega, segir Dóri. Það
má hreint vinda tuskurnar. Ég
býst við að ég hafi bara gott af
því, er það ekki skipstjóri?
—Farðu úr skyrtunni, segir
karlinn, og dregur upp trektina.
Hana, anda djúpt, ekki hósta.
— Get ekki að því gert, skip-
stjóri, hóstinn kemur, hann ætlar
að tæta mig sundur.
— Þú ferð strax í kojuna, segir
skipstjórinn, og tekur trektina
burtu og hristir höfuðið. Þú ert
heppinn, piltur minn, að þú ert í
höndum kunnáttumanns. Með
góðri aðhlynningu hugsa ég aö ég
geti reddað þér. Hvernig líkar þér
meðalið, Danni?
— Alveg ljómandi, skipstjóri,
segir Danni. Það er afskaplega
fróandi, ég svaf eins og ungbarn
þegar ég var búinn að taika það.
— Ég ætla að láta þig hafa dá-
lítið meira af því, segir skipstjór-
inn. Þið eigið ekki að fara upp,
munið þið það, hvorugur ykkar.
— Allt í lagi, segja þeir báðir
veikum rómi, og skipstjórinn sagði
okkur 'að passa að hafa engan há-
vaða eða læti og fór upp.
Fyrst fannst okkur þetta snið-
ugt hjá þeim, en svo urðu furt-
arnir svo góðir með sig að manni
varð bumbult af því. Af því að þeir
voru a koju allan daginn, þá vöktu
þeir auðvitað á nóttunni, og svo
voru þeir að kalliast á yfir lúkarinn
til þess að spyrja hvorn annan um
heilsufarið, og svo vöktu þeir okk-
ur hina með öskrunum. Þeir fengu
allskonar lúksusfæðu, og skiptu
hvor við annan; Danni reyndi að
svæla púrtara út úr Dóra, en Dóri
fékk púrtvínið til þess að auka
blóðið. Dóri sagði alltaf að blóðið
hefði ekki aukizt nóg í dag, og að
hann ætlaði að skála fyrir betri
díaglósu hjá Danna, og svo
smjattaði hann þangað til það
ætlaði að gera okkur vitlausa að
heyra í honum. Þegar þeir voru
búnir að vera veikir í tvo daga,
þá fóru hinir hásetarnir að stinga
saman nefjum, enda voru þeir að
tryllast af lyktinni af kræsingun-
um, og loks sögðu þeir að þeir
væru líka að verða veikir, og báð-
ir sjúklingarnir urðu gífurlega
æstir út af þessu.
—- Þið eyðileggið það bara fyr-
ir okkur öllum, segir Dóri, og svo
vitið þið ekkert hvað þið eigið að
gera án þess að hafa bókina.
— Ja, við verðum bæði að gera
okkar verk og ykkar, segir einn.
Nú er komið að ykkur. Það er
tími til kominn að þið verðir frísk-
ir.
— Frískir, segir Dóri. Frískir.
Þú talar eins og ómenntað brot úr
Framhald á 21. síðu.