Vesturland

Volume

Vesturland - 24.12.1966, Page 18

Vesturland - 24.12.1966, Page 18
18 víðavangi allan tímann. Um þá lék hinn æðisgengni storm ur, í andlit þeirra börðust ís- komin eins og hárbeittir nálaroddar. Þeir urðu að rýna hvössum augum út í sortann og hríðina og beita þar allri sinni athygli, svo að unnt væri að beita skipinu sem þægilegast upp í hverja báru, sem yfir féll. Þeir urðu að beita höfði í hverja báru, sem yfir stjórnpallinn féll, bein- línis að stinga sér í hana og hrista hana af sér á sama hátt og skipið. Þeir gátu að vísu við og við skotið sér inn í kortaklefann, sem var undir pallinum, og skipzt á að standa vörð, en það þurfti mikið þrek til að standa þar allan þennan tíma og gefast ekki upp. í forystu fyrir þeirri sveit, er þar stóð var Jóel skipstjórinn. Þá var hann fyrst í essinu sínu, er hann hafði við slíkt ofurmagn að ast á milli íbúða eftir þil- farinu, enda skipið allt einn ísklumpur, svo að hvergi varð hönd eða fót á fest. Og enn var útsýni óskýrt. Um hádegi fengum við landkenningu, skipið stefndi beint á Barð- ann, sem þá var ekki langt undan. Var stefna þá sett inn Dýrafjörð. Bryti og mat- sveinn hófust þá fyrst handa um að kveikja upp í eldavél- inni og undirbúa matargerð. En á meðan á því stóð var hámað i sig brauð, ostur, pylsur, hrá egg og öl, rétt til að seðja mesta hungrið. Sumir fengu lika snaps að hressa sig á, eða allir þeir er þess óskuðu. Fyrsta heita mál tíðin var steikt egg með fleski. En hún var ekki til- búin fyrr en „Columbus" skreið inn undir Haukadals- bótina. Aldei held ég að ég hafi verið mat mínum fegn- ari en í þetta sinn, eftir nærri ... Eimskip reykháfslaust, alþakið jökultindum ... etja, vitandi að það var undir því komið m.a. að hann kiknaði ekki, hvort skipið kæmist nokkru sinni í höfn, eða yrði hér ofsanum að bráð. Nú var draumurinn minn allur fram kominn. Seinna laginu var miðað betur. Hark an í laginu margfalt meiri. En af þessu lagi fann ég aldrei kulda, sem af hinu fyrra, því að þótt frost og fjúk væri ofan þilja, sam- fara veðurofsanum, var ég vel geymdur undir þiljum, þar sem þess var gætt, iað halda öllu þurru. Að morgni þess 28. nóv. slotaði veðrinu. Hafrótið var þó enn mikið, svo að hafa varð alla gát á, að beita skip- inu undan vindi og sjó. Loft- ið var enn þrungið skýjum, og hvergi var land að sjá. Eftir sjólagi og dýpi að telja taldi skipstjóri sig vera kom- inn vestur fyrir Hom, lík- iega vestur á móti fsafjarðar djúpi. Stefna var því sett beint á land. Þótt byrjað væri að sigla, var veðrið enn svo illt, að ógerlegt var að kom- þriggja sólarhringa föstu. Þeir vom margir á Dýra- firði, sem undruðust þetta ís- fjall skríða inn fjörðinn og leggjast þar að bryggju. Það var þar ekki daglegur við- burður, að sjá eimskip reyk- háfslaust, alþakið jökultind- um skríða þar í lægi. Þegar reykháfurinn hafði verið reistur við og honum fest á sinn stað, og annað það sem aflaga hafði farið í veðrinu hafði verið lagfært, hélt „Columbus" ferðinni áfram. Var hann nú miklu líkari sjálf um sér, er hann tók stefnu út Dýrafjörð til þess að taka næstu höfn á ísafirði. Frá ísa firði var haldið suður með öllum fjörðum og komið við á hverri höfn, bæði á Vest- fjörðum og á Breiðafirði. Síð- asta höfnin, sem komið var á var Amarstapi að morgni þess 16. nóvember. Þaðan var stefna tekin á Reykjavík. Um kvöldið þess sama dags skreið „Columbus" inn á Reykja- víkurhöfn í jafnstilltu veðri eins og var um kvöldið, þegar hann iagði upp í þessa strand LIPUR BILLINN FYRIR ÍSLAND FALLEGUR SCOUT 100 SCOUT 000 SCOOT 000 ÁrmúTa 3 — Sími 38900. ferð sjö vikum áður. Næsta dag tók Rasmusen sér far til Kaupmannahafnar með milliferðaskipinu „Botn- ía“. Hann hafði fengið nóg af því, að velkjast að haustlagi í íslenzkum strandferðum. Hann hafði í raun og vem aldrei náð sér eftir taugaá- fallið, þegar skipið var nærri sokkið og allt á floti í vélar- rúminu, og þriggja sólar- hringa fárviðri með frosti og stórsjó fyrir Norðurlandi hafði ekki bætt um heilsufar ið, sem ekki var von. Þann sama dag var ég ráðinn yfir- vélstjóri á „Columbus". Hann skyldi láta í haf eftir nokkra daga, og halda beint til Kaup mannahafnar, þar sem undir- búa skyldi skipið til strand- ferða, er hefja skyldi á ný eftir áramótin. Það var með nokkru yfirlæti, að ég tókst þá á hendur, einn allra Is- lendinga, yfirvélstjórastarf á dönsku farþega- og flutninga- skipi, sem ætlað var að stunda millilandasiglingar og strandferðir fyrir ísland. Á Oruggur á vegleysum TRAUSTUR ferðafélogl Umboðsmaður á ísafirði: ÞORGEIR HJÖRLEIFSSON - Sími 555 og 390. ég víst enn, eftir því sem ég bezt veit, þann heiður, að vera eini íslendingurinn, sem Danir hafa trúað fyrir slíku starfi í flota sínum. Þegar lokið hafði verið undirbúnmgi að ferðinni til Kaupmannahafnar, lét „Col- umbus í haf. Sú ferð varð annað ævintýri. En það er önnur saga. Gísli Jónsson. Holt er.... Framhald af 13. síðu. að því, hvernig þeir sæktu kirkju í Holti. „Ágætlega," sagði hann, „þeir geta bara aldrei komið til kirkju, því að þegar þeir ætla að fara ríðandi er flæði, en ef þeir ætla að koma á sjó þá er fjara.“ Eitthvað hefur nú þótt hrikta í því, að Önfirðing ar sæktu ekki vel kirkju, en mér fannst þeir nú sækja kirkju bara sæmilega vel, og seinni árin mörg, eftir að fólki fækkaði, þá messaði ég miklu sjaldnar í Holti. Þegar vel stóð á og ég var viss um að fólkið gæti komið, þá boð- aði ég messu og þá kom það líka. Mér fannst fólkið vera kirkjurækið á mörgum bæjum þarna, þó einstöku heimili væru, sem skáru sig úr. — Mér líkaði ved við fólk- ið. Vestfirðingar yfirleitt eru trölltryggir menn, ákaflega tryggir, fastheldnir, kannske dálítið seinteknir, ofurlítið fá- látari og seinteknari en Norð- lendingar eru margir hverjir, en þeir eru menn að mínu skapi, margir og ég held að ég sé að ýmsu leyti líkari þeim heldur en Norðlending- um, þó ég sé nú Norðlending- ur alveg í húð og hár. Við hjónin og fjölskylda mín, við undum okkur vel í Önundar- firði. Holt er yndislegur stað- ur.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.