Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 11
BÚNAÐARRIT
7
l'rá Knarrarnesi,, fjórum árum síðar en Bjarni, en
var oft langdvölum í Knarrarnesi á fyrsta áratugi
aldarinnar og tel það ævinlega til minna elskulegustu
æskuminninga.
Þarna fæddist Bjarni Ásgeirsson og ólst þar upp
hjá ástríkum foreldruin, í glöðum systkinahópi. Syst-
urnar voru tvær, Þórdís, sem er gift Bjarna Bene-
diktssyni fyrrv. kaupmanni og póstafgreiðslumanni
á Húsavík, Soffía, síðar hjúkrunarkona, sem nú er
látin fyrir nokkrum áruin, og yngri bróðirinn, Helgi,
sem er skrifstofumaður í Reykjavík, kvæntur Svövu
Jónsdóttur frá Álftanesi i Álftaneshreppi á Mýrum.
Þau Knarrarneshjón fylgdust vel með hinum nvja
tíma, en þá var gróandi i þjóðlífi íslendinga, um og
eftir aldamótin, en þau voru einnig fróð og minnug
á allt frá fyrri timum, og að þeim fróðleik hafa börn
Jieirra búið vel alla líð síðan, og ekki sízt Bjarni Ás-
geirsson. Ragnheiður í Knarrarnesi kunni mörg kvæði,
og hjá henni heyrði ég margar vísur eftir afabróður
hennar Sigurð á Jörfa. Það fór því snemma að bera
á hagmælsku Bjarna Ásgeirssonar, en hann varð
síðar einn af beztu hagyrðingum sinnar samtíðar og
margar vísur hans urðu landfleygar. Sinna ágætu
foreldra fékk Bjarni Ásgeirsson að njóta vel og Icngi,
þau komust bæði á tiræðisaldur og áttu sér fagurt
ævikvöld á heimili hans. í fórum ininum geymi ég
sendibréf frá Ásgeiri í Knarrarnesi, sem hann skrif-
aði mér fáum dögum fyrir andlát sitt, vel hugsað
og skýrt skrifað, og bæði héldu þau hjónin andlegu
þreki til þess síðasta.
Bjarni Ásgeirsson mótaðist mjög af hinu glæsi-
lega og vinalega umhverfi, sem hann óx upp í, og
hann var maður vel á sig kominn andlega og líkam-
lega, vel gerður sonur þess íslands, sem var að vakna
eftir aldakyrrstöðu um 1900. Foreldrarnir létu ekk-
ert til sparað til að veita börnunum sem bezt upp-