Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 12
8
BÚNAÐARRIT
eldi, svo að þau mættu ná sem mestum þroska. Um
aldamótin má víst heita að sundkunnátta hafi verið
að mestu niður fallin hér á landi, nema helzt í ná-
grenni höfuðstaðarins. Það þótti þá sjálfsagður hlutur
að drukkna, ef maður datt i djúpt vatn. En þó voru
þá uppi einstöku menn, sein settu sér það takmark, að
endurvekja sundkunnáttu landsmanna. Ég má segja
að það hafi verið vorið eða sumarið eftir aldamótin,
að Knarrarneshjónin létu Bjarna fara til Reykjavíkur
lil að læra sund hjá Páli Erlingssyni. Þetta þóttu þá
svo mikil tíðindi á Mýrunum, að foreldrar mínir fóru
með okkur eldri systkinin í Knarrarnes til þess að
sjá Bjarna synda. Það er ein skýrasta minning min úr
bernskunni, þetta, að sjá Bjarna vaða út í sjóinn i
Knarrarnesi, upp fyrir mitti, og leggjast síðan til
sunds frá landi og meðfram ströndinni, og svo til
lands aftur, ýmist á bringu- eða baksundi. Syndur
varð Bjarni sem selur, og kom það sér vel þarna
vestra, þar sem lífinu var lifað og starfað að hálfu
leyti á sjó. Eklci er mér kunnugt um að Bjarni liafi
lagt sig eftir öðrum líkamsíþróttum en sundi, en á
það hef ég atltaf litið sem íþrótt iþróttanna.
Á æskuárum Bjarna Ásgeirssonar var skólagöngu
í sveitum landsins öðruvísi háttað en nú. Þá voru
það heimilin, sem sáu um uppfræðsuna að mestu,
með nokkurri íhlutun og eftirliti prestanna. Var því
lærdómur unglinga í uppvexti jafn misjafn og heim-
ilin voru. En vel var fyrir uppfræðslu harnanna séð
i Knarrarnesi. Ekki mun Bjarni hafa liugsað lil náins
i æðri sóldum, með það í huga að gerast embættis-
maður, og víst hefur það verið áform hans að gerast
bóndi í Knarrarnesi eftir föður sinn. Til þess að afla
sér nauðsynlegrar, almennrar menntunar, ákvað hann
í samráði við foreldra sina að sækja um inntöku í
Verzlunarskólann í Reykjavík. Mun það þó frekar