Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 13
BÚNAÐARRIT
9
hafa verið gert til að öðlast nokkra þekkingu í tungu-
málum, heldur en að viðskiptafræðin hafi verið hon-
um hugstæð, því aldrei mun hann hafa hugsað sér
að gera verzlun að ævistarfi sínu. Bjarni lauk prófi úr
Verzlunarskólanum 1910. Það mun hafa komið í
ljós einna fyrst á þessum árum hans í Verzlunarskól-
anum, á málfundum þar, að Bjarni Ásgeirsson var
óvenjulega vel máli farinn, og sérlega laginn að koma
orðum að því, er hann vildi segja. Að námi loknu þar,
sneri Bjarni sér að þeirri l'ræðigrein, sem hann taldi
líklegasta lil undirbúnings þess ævistarfs, er hann
hafði valið sér, en það var búfræði. Gerðist hann nem-
andi við bændaskólann á Hvanneyri, og lauk prófi
þaðan vorið 1913. Var það á skólastjórnarárum Hall-
dórs Vilhjálmssonar. Þótti þá þegar komið í Ijós, að
um forustumannsefni var að ræða þar sem Bjarni
Ásgeirsson var.
Á skólaárunum í Reykjavík mun Bjarni fyrst hafa
komizt í snertingu við ungmennafélagsskapinn. Ungir
og áhugasamir menn höfðu lekið þar höndum saman
til að vinna að þjóðarheill á öllum sviðum þjóðlífsins,
en þó fyrst og fremst að sjálfstæði íslands. Ungmenna-
félagshreyfingin, sem stofnuð var fonnlega 1907, varð
geysisterk og þýðingarmikil. Margir þeirra, sem stóðu
þar i fylkingarbrjósti, hafa síðar orðið helztu forustu-
menn þjóðarinnar á fjölmörgum sviðum. Þáttur ung-
mennafélaganna í viðreisn íslands og sjálfstæðisbar-
áttuni, virðist mér að mestu leyti óskráður enn, og
cr það illa farið. Bjarni Ásgeirsson var einn þeirra,
sem mikinn þátt tók í Ungmennafélagsskapnum.
Þegar hann kom heim að afloknu námi í Verzlunar-
skólanum 1913, þá stofnaði hann ungmennafélag í
sveitinni sinni og var lífið og sálin í því, meðan hann
átti lieima í Knarrarnesi. Hann skrifaði í blað ung-
mennafélaganna, Skinfaxa, í bundnu máli og óbundnu,