Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 15
BÚNAÐARRIT
11
gengt með stúlkur á þeim árum. Námið gekk henni
ágætlega, og hún lauk þaðan stúdentsprófi. Yi'ir sum-
artímann komu Hlíðarhúsahjónin fósturdóttur sinni
fyrir í Knarrarnesi, hjá Ragnheiði og Ásgeiri. Ásta
Jónsdóttir var góð og glæsileg stúlka, og var því engin
lurða að svo fór sem fór — eins og stundum er sagt.
Þau Ásta og Bjarni felldu hugi saman, og stóð brúð-
kaup þeirra 11. maí 1918. Reyndist hún honum fram-
úrskarandi lífsförunautur, í blíðu og stríðu. Eignuð-
ust þau fimm börn: Ásgeir, bónda á Reykjum í Mos-
fcllssveit, Jóhannes, sem nú er verkfræðingur við
Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi, Ragnheiði,
scm dó 11 ára gömul, Guðnýju, og Jón, garðyrkju-
bónda á Reykjum. ÖII eru þau börn gift og eiga af-
komendur.
Þau Bjarni og Ásta stofnuðu heimili sitt í Knarrar-
nesi, og framtíðardraumar þeirra þá hafa vafalaust
verið bundnir við þá jörð, en atburðir gerast stund-
um með öðru móti en óskað er. Þá fóru breyltir timar
í hönd, fólksflutningar úr sveitum til bæjanna voru
byrjaðir fyrir alvöru og erfitt var orðið um fólkshald.
Kom þetta þó einna harðast niður á eyjajörðunum,
sem eru fólksfrekar, ef hlunnindi eiga að nytjast
fullkomlega. Munu Knarrarneshjónin fljótt hafa
fundið til þeirra erl'iðleika.
Nauðsyn þótti þá og, að meiri fjölbreytni yrði upp
tekin í landbúnaðarframleiðslu hér á landi en áður
var. Talið var, að gráðaostagerð væri einhver álitleg-
asta leiðin til gróða, og hugðu menn gott til þeirrar
framleiðslu. Fjórir af helztu bændum í Borgarfjarðar-
héraði, bundust samtökum og stofnuðu til gráðaosta-
gerðar á ágætri fjárjörð. Einn þeirra var Bjarni Ás-
geirsson í Knarrarnesi. En gráðaostabiiið reyndist ævin-
lýri, sem fékk skjótan endi og ekki góðan. Tapaði
hver hluthafi þar miklum fjármunum, á mælikvarða
þeirra tíma, og hygg ég, að það hafi riðið baggamun-