Búnaðarrit - 01.01.1957, Blaðsíða 16
12
BÚNAÐARRIT
inn og orðið til þess að Bjarni sá sig neyddan til að
hætta búskap í Knarrarnesi og hverfa þaðan, frá þeim
stað sem honum mátti vera kærastur allra, og mun
það ekki hafa verið sársaukalaust. Þar átti hann
djúpar rætur, svo djúpar, að þær slitnuðu aldrei, enda
þótt hann flytti þaðan. Mundi og raunar hafa komið
að því, áður en langt liði, er honum voru falin um-
fangsmikil opinber störf, að hann gæti ekki átt heim-
ili á svo afskekktum stað sem Knarrarnes er. Frá
Knarrarnesi fluttu þau Bjarni og Ásta 1921, að Reyk j-
um í Mosfellssveit.
Það er fullvíst, að Knarrarneshjónin, þau gömlu
og ungu, kvöddu Knarrarnes og Mýrarnar með mikl-
um söknuði, en hitt er einnig jafnvíst, að Mýramenn
söknuðu þeirra ekki ininna, enda hafði ættleggur
þeirra setið Knarrarnes með mikilli prýði um einnar
aldar skeið. En hins vegar freistuðu nýir möguleikar
Bjarna, í sambandi við jarðhita og garðyrkju á Reykj-
um. Erfiðleikar voru þó margir á hinni nýju leið, því
tímabilið, sem fór í hönd, milli tveggja heimsstyrj-
alda, varð á margan hátt erfitt, ekki sizt fyrir ís-
lenzkan landbúnað.
Bjarni Ásgeirsson var þrítugur er hann flutti að
Reykjum, i nýtt umhverfi og ólíkt því, sem hann
hafði áður húið i. Góðar óskir fylgdu honum af Mýr-
unum, og þau hjónin áunnu sér brátt vinsældir allra,
sem þau kynntust á hinum nýja stað. Þau eignuðust
þar fallegt og vistlegt heimili. Gestrisni og glæsi-
mennska fylgdi þeim vestan af Mýrum, og gömlu
Knarrarneshjónin, Ásgeir og Reignheiður, áttu frið-
sælt og notalegt ævikvöld hjá þeim á Reykjum.
Á Reykjum í Mosfellssveil hjó Bjarni í félagsbúi
á móti mági sínum Guðmundi Jónssyni, hinum fiski-
sæla aflamanni, sem kunnastur er sem skipstjóri á
botnvörpungnuin Skallagrími.
Bæjarnafnið sjálft, Reykir, segir frá hinum mikla