Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 18
14
BÚNAÐARRIT
sæti í hreppsnefnd, og enn fremur var hann sýslu-
nefndarmaður um nokkurt skeið. Var kosinn í stjórn
Mjólkurfélags Reykjavíkur 1924. Hann bauð sig fyrst
'fram til Al])ingis fyrir Framsóknarflokkinn, fyrir
Mýrasýslu, árið 1927 og hlaut kosningu. Var hann
siðan endurkosinn þar, unz hann sagði af sér þing-
mennsku 1951, þegar hann gjörðist sendiherra ís-
lands í Noregi. Á Alþingi sómdi hann sér vel, og lét
mörg mál til sín taka. Hann álli sætj í landLúnaðar-
nefnd Neðri deildar, og' var lengi formaður hennar,
og hafði því ágæta aðstöðu til að beita áhrifum sín-
um til hagsbóta landbúnaðinum þar, enda átti hann
mikinn þátt í landbúnaðarlöggjöf þeirra áratuga, sem
hann átli sæti á Alþingi. Á þingfundum naut mælska
hans sín vel, ræður hans voru að jafnaði listfengar
og vel íluttar, og vopnfimur þótti hann í orðasennum.
I illdeilum átti hann aldrei við andstæðinga sína,
slíkt var viðs fjarri lundarfari hans. Hann var lipur
jafnan í málflutningi og samvinnuþýður, en það er
oft nauðsynlegast til að koma áhugamálum sínuin
fram. Eitt er allsérkennilegt um Alþingi íslcndinga,
sem sjaldan er um getið þó um það sé ritað, cn það
eru þingvísurnar svonefndu. Oft felst ýmislegt í þeim,
scm ekki fær framrás í hátíðlegum og alvarlegum
ræðum þingmanna, góðlátleg kýmni eða biturt háð.
Þær eru margar þingvísumar, sem Bjarni Ásgeirsson
orti í þingsölum og þingveizlum.
Bjarni Ásgeirsson átti sæti í utanríkismálanefnd
Alþingis frá 1928—51, og hlaut þar haldgóða þekk-
ingu á utanríkismálum, sem kom honurn að góðu haldi
síðar á ævinni.
í sljórn Búnaðarfélags íslands var Bjarni kosinn
1927, og átti þar sæti, þar til að hann varð sendi-
herra. Formaður félagsins var hann frá 1939. Sem for-
maður var hann jafnframt forseti Búnaðarþings, og
stjórnaði hann þingfundum ])ess með lipurð og festu.