Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 29
BÚNAÐARRIT
25
kennt þetta sjónarmið og ráðið aðstoðarnienn með
búfjárræktarráðunautunum alllanga tíma úr árinu
1956. Óskar Eiríksson, búfræðikandidat hefur verið að-
stoðarmaður hjá dr. Halldóri Pálssyni í sauðfjárrækt,
en Gnðmundiir Jósafatsson, bóndi i Austurhlíð, að-
stoðarmaður hjá ólafi E. Stefánssyni í nautgriparækt,
sem er nú að undirbúa ættbók nauta. Ég tel nauð-
synlegt að þelta Búnaðarþing athugi um þetta og
komið verði í fastari skorður þeirri nauðsynlegu að-
stoð, sem búfjárræktarráðunautarnir verða að hafa
til þess að starf þeirra geti komið að fullum notum.
8. Gunnar Bjarnason, hrossaræktarráðunautur, er
jafnframt kennari á Hvanneyri og hefur búsctu þar.
En hann annast um allt er snertir hrossarækt og
hefur meðal annars mjög beitt sér fyrir, að unnt væri
að fá markað fyrir íslenzka hesta erlendis.
9. Ragnar Ásgeirsson, garðyrkju- og byggðasafna-
ráðunautijr, hefur annazt þessi störf hið síðasta ár.
Nú er það svo, að verkefni Ragnars Ásgeirssonar liafa
upp á síðkastið beinzt æ meir að störfum viðvikj-
andi byggðasöfnunum, enda ærin störf að vinna á því
sviði, og er komið í Ijós, að nauðsynlegt er að heill
og óskiptur maður sinni því starfi. Það er því þannig
ástatt nií, að hæpið er að telja að Búnaðarfélag ís-
lands annist nokkra verulega ráðunautastarísemi i
garðræktinni, en einnig á því sviði hafa orðið stór-
felldar breytingar — og jafnvel má segja bylting á
tveim síðustu áratugum. Má þar nefna þróun gróður-
húsaræktar o. fl. Það mun því sjálfsagt að Búnaðar-
þing taki mál þetta til meðferðar og úrlausnar. Mín
skoðun er sú, að Búnaðarfélag íslands verði að ráða
í sína þjónustu garðgrkjuráðunaut, sem svo starfi
að einhverju leyti i samvinnu við garðyrlcjubændur
og samtök þeirra.
10. Haraldur Árnason, verkfæraráðunautur, veitir
leiðbeiningar um vélar og verkfæri, er þar um mikið