Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 38
34
BÚNAÐARRIT
ingarinnar, sem hefst kl. 3 í dag. Gerir formaður þar
grein fyrir aðdragana og undirbúningi málsins, en
Halldór Jónsson fyrir tilhögun byggingarinnar.
Eins og ráð var fyrir gert, mætti stjórnin á þeim
stað er hús félagsins verður reist. Auk hennar mættu
þar Steingrímur Steinþórsson, landbúnaðarráðherra,
sem stakk þar fyrsta hnausinn í grunni byggingar-
innar, enn fremur Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri,
Ólafur Bjarnason, Brautarholti, Páll Zóphóníasson,
búnaðarmálastjóri, Halldór Jónsson, arkitekt. Úr
stjórn Stéttarsambands bænda mættu Sverrir Gísla-
son, form., Einar Ólafsson, Sveinn Tryggvason og
Sæmundur Friðriksson, og auk þeirra blaðamenn.
Að lokinni athöfn þar, var gestum boðið til kaffi-
drykkju í Tjarnarkaffi. Yfir borðum fluttu ræður:
Þorsteinn Sigurðsson, formaður, Steingrímur Stein-
þórsson, ráðherra, Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri
og Halldór Jónsson.
Er bygging liússins nú hafin og verður henni fram
haldið eftir því, sem fjárfestingarleyfi hrekkur til.
Fleira ekki. Fundi slitið.
Þorsteinn Sigurðsson. Pétur Ottesen.
Gunnnr Þórðnrson.“
Þá var byrjað að vinna í grunni hússins og því
haldið áfram alllangt fram eftir hausti. Framkvæmdir
stöðvuðust að nokkru vegna þess að fullkomnar
hæðarmælingar vantaði varðandi þær byggingar, sem
reisa á við Hagatorg, og eru allmargar og allt stór-
byggingar.
Eg hef hér með örfáum orðum rakið sögu þessa
húsbyggingarmáls Búnaðarfélags íslands um hart nær
20 ára skeið. Þar er stiklað á stóru, en mér virðist
óhjákvæmilegt að gefa Búnaðarþingi nú stutta