Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 48
44
BÚNAÐARRIT
í afskekktum byggðarlögum, þar sem erfitt og mjög
kostnaðarsamt er með flutning þungra vinnuvéla í
sveitirnar og á milli vinnustaða, eins og skurðgröfur,
má engin jörð sleppa úr, sem hefur ræktunar- og
búskaparskilyrði. Slikt getur þýtt, að viðkomandi
jörð fari í eyði, ef þessi tæki eru ekki notuð, þá sjald-
an þau fara um. Ég vil benda bændum, sem kynnu
að lesa þessa skýrslu mina, á að athuga þetta og þá
sérstaklega þeim bændum, sem sitja á góðum jörð-
um en ætla að hætta búskap og af þeim orsökum
vilja ekki leggja i aukna fjárfestingu við framræslu,
að of oft gera þeir þessa eign sína verðlitla og stund-
um verðlausa, því fyrsta athugun væntanlegs viðtak-
anda eða kaupanda er, hvaða afkomumöguleika hann
hefur á jörðinni, sem þá fyrst og fremst byggist á
aukinni ræktun og stækkun búsins. Ákjósanlegast er,
að hreppsfélögin séu það fjársterk, að þau geti lagt fé
í þurrkun lands hjá þeim bændum, sem annað hvort
hafa ekki getu eða vilja til framkvæmda, og á þann
hátt lagt grundvöll að fullum nytjum jarðanna til
hagsbóta fyrir einstaklinginn og þá ekki síður fyrir
sveitarfélagið sjálft.
Vonir standa til, að á næsta ári verði lokið við
skurðgröft i Gufudalshreppi, Múlahreppi, Barða-
strandarhreppi, Ketildalahreppi, Suðurfjarðahreppi
og Eyrarhreppi. Er þá að mestu lokið skurðgreftri á
því landi, sem græft er með dragskóflu á Vestfjörð-
um. Búin á Vestfjörðuin eru yfirleitt mjög smá og
verða að stælcka, sem aðeins næst ineð aukinni
ræktun.
Bændur á niðurskurðarsvæðinu í Dalasýslu hafa
ekki misst kjarlcinn, þrátt fyrir þá erfiðleika, sem
þeir hafa átt við að stríða í mæðiveikinni. Virðast
þeir liarðna við hverja raun og er fyrirsjáanlegt, að
ræktun muni verða þar mjög mikil á næslu árum,