Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 57
BÚNAÐARRIT
53
Grein um afkvæmasýningarnar mun verða birt i
þessum árgangi Búnaðarritsins.
Ferð til Stóra-Bretlands.
Þann 19. júní fór ég til Englands og mætti á III.
alþjóðaþingi um lífeðlisfræði og æxlun búfjár, er
haldið var i Cambridge dagana 26.—30. júní. Þar flutti
ég erindi um tilraunir þær, sem unnið hefur verið að
á Hesti á undanförnum árum, með notkun gonadotrop
hormóna, til þess að auka frjósemi áa. Niðurstöður
þær, sem hér hafa fengizt eru sizt lakari en erlendar
niðurstöður. Þær leiddu ótvírætt í ljós, að auka má
frjósemi ánna með notkun hormónanna, og hin aukna
frjósemi helzt, þótt tilraunin sé endurtekin ár eftir
ár á sömu ám, en grunur lék á því, að ónæmi gegn
áhrifum hormónanna myndaðist hjá kvendýrum,
eftir að þeir hefðu verið notaðir einu sinni. Sá grun-
ur var að vísu aðallega byggður á tilraunum með
smádýr (kanínur). Visindamenn, sem erlendis hafa
unnið að tilraunum með notkun gonatodrop hormóna,
til þess að auka frjósemi áa, létu undrun sína í ljósi
við mig yfir því, hve líti lvanhöld yrðu á marg-
lembingunum í islenzku tilraununum. Getur verið, að
íslenzku ærnar séu lifeðlisfræðilega hraustari — betri
mæður — en erlendar ær, og sömuleiðis getur verið,
að okkar ær hafi verið heppilegar fóðraðar en þær,
sem hafa verið í erlendum tilraunum. Erlendis er
ám víða gefið of lítið af eggjahvítufóðri um með-
göngutímann, en of mikið af kornmat, svo að þær
verða of feitar, en hafa þó ekki nóg af eggjahvítu-
efnum og steinefnum, til þess að fóstrin verði hraust,
einkum ef þau eru fleiri en eitt.
Á þingi þessu var rætt um fjölmörg mál, sem of
langt yrði að telja liér upp. Mest var rætt um búfjár-