Búnaðarrit - 01.01.1957, Blaðsíða 64
60
BÚNAÐARRIT
bættrar kjötframleiðslu, en lítt hirt um ullina. Þeir
töldu ullina of illhæruskotna, einkum á fénu, sem er
af vestfirzkum uppruna, og gulu hárin í ullinni væri
alversti ókostur hennar. Þeir skildu ekki í þvi, að
við skildum ekki vinna meira á móti dökkgula og gul-
flekkótta fénu. Við ráðunautarnir allir vorum sam-
mála um, að þegar stuttrófukynið í þessum 4 löndum
væri borið saman, þá hefði íslenzka féð lakasta ull,
en væri vænst og bezt vaxið til kjötframleiðslu,
norska féð hefði betri ull, en væri lakara vaxið og
rýrara, en það íslenzka, sænska féð hefði betri ull en
það norska, en væri sizt betra til kjötframleiðslu, og
finnska féð hefði bezta ull, en væri rýrast og lakast
gert til kjötframleiðslu. Þetta töldum við fyrst og
fremst afleiðingu eða árangur ræktunar. Stefnt hefði
verið að ólíku marki í fjárrækt þessara landa og i
liverju landi hefði mikill árangur náðst. Við vorum
sammála um, að ekkert væri því til fyrirstöðu að
vinna samtímis að bættri ull og aukinni hæfni fjárins
til kjötframleiðslu, en ef annað sjónarmiðið yrði
sterkara, þá hallaðist fljótt á þá sveif. Sem dæmi má
nefna, að fyrsta skilyrði til þess, að hrútur fái I. verð-
laun í Finnlandi er, að enginn illhæra finnist í ull
hans, en á íslandi er ófrávíkjanlegt skilyrði, til þess
að hrútur fái I. verðlaun, að hann sé holdþéttur,
einkum á baki, mölum og í lærum. Það var athyglis-
vert, að erlendu ráðunautarnir byrjuðu allir á því að
atliuga ull kindarinnar, þegar þeir skoðuðu hana, en
ég byrja ætíð á því að athuga holdafar og vaxtar-
lag. Staðreyndin er, að okkur Islendingum hefur
orðið mjög mikið ágengt í þvi að bæta fé okkar til
kjötframleiðslu, síðan Búnaðarfélag íslands hóf af-
skipti af þeim málum, en vanrækt hefur verið að
sinna ullinni sem skyldi. Við megum ekki slaka á
varðandi kröfum um vel vaxið, holdmikið söfnunar-
fé, en okkur ber skylda til að vinna meira að því að