Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 84
80
13ÚNAÐARR1T
vakti geysilega athygli og hrifningu, og varð mér þá
ljóst, að íslenzkir kvikmyndatökumenn eiga geymda
mikla fjársjóði í íslenzkri náttúru, þar sem hesturinn
er látinn gefa umhverfinu aukna fegurð, lif og gildi.
Ræða mín virðist einnig hafa vakið talsverða al-
hygli, og sem dæmi um það vil ég geta þess, að efni
hennar liefur vcrið rakið i nokkrum tímaritum hesta-
manna i Evrópu, en einnig í dagblöðum og vikublöð-
um. Danska stórblaðið Berlingske Tidende getur efnis
hennar t. d. að verulegu leyti í „króníku" sinni þ. 13.
október s. 1. Hilt erindið, sem ég hélt 3. og síðasta
dag mótsins, fjallaði um þróun hrossaræktar hér á
landi og viðhorfin gagnvart notkun hestsins. Mesta
athygli í því samhandi vakti frásögnin af tamninga-
kennslunni hér á bændaskólanum á Hvanneyri. Þótti
það merk og athyglisverð nýjung í Evrópu. Frá þessu
hefur danska tímaritið Hippologisk Tidsskrift sagt
ýtarlega og einnig sænska tímaritið Hástágaren.
Ég hef nú í 8 ár samfellt unnið að kynningu ís-
lenzkra hesta erlendis með blaðagreinum, bréfaskrift-
um, félagsstofnun og samstarfi við margt ágætt fólk.
Það var vilji Búnaðarþings og stjórnar Búnaðarfélags
íslands, að þessi lokatilraun yrði gerð, og þannig reynt
að ganga úr skugga um, hvort íslenzk hrossarækt
gæli átt framtið sem framleiðslugrein fyrir erlendan
markað. Margt hef ég reynt og víða leitað fyrir mér,
og nú liggur það eitt ljóst fyrir, að ef hesturinn á
framtíð á erlendum markaði, þá er það eingöngu is-
lenzki reiðhesturinn, en það er mikil breyting frá
því, sem áður var, og þessi staðreynd krefst algerlega
nýrrar kynningar á hestinum, því að áður var hann
aðeins þekktur sem námuhestur og sem smábænda-
hestur. Þessi kynning á íslenzka reiðheslinum er nú
hyrjuð og í fullum gangi. Starfi mínu og Búnaðar-
félags Islands á þessu sviði kynningar og útbreiðslu
má líkja við litinn neista, sem kveikir í eldsneytis-