Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 97
BÚNAÐARRIT
93
legra starfa á sveitaheimilum, hefur knúið lil þess
að leila slikrar aðstoðar frá öðrum löndum af því að
eigi hefur verið völ á innlendu vinnuafli til þeirra
Verka. Úm undanfarin ár hef ég útvegað ýmsum
fólk frá öðrum löndum, og snemma á árinu 1956, er
auðsætt þótti að verkafólksskortur yrði tilfinnanlegri
en um undanfarin ár, fól stjórn Búnaðarfélagsins mér
að annast ráðningu útlendinga samkvæmt beiðnum
hænda og að fengnu leyfi ráðuneytisins.
Þessi ráðstöfun var tilkynnt bændum. Ivom þá í
ljós, að þörf fyrir aðstoð við sveitastörf virtist kalla
á allt að 200 útlendinga eða um það bil jafnt af hvoru,
piltum og stúlkum.
Var nú fallizt á að auglýsa eftir landhúnaðarverka-
mönnum í Danmörku en kvenfólki í Færeyjum, og
var svo gert. Stéttarsamband bænda ákvað tilboð um
kaup og kjör þessa fólks, ef fengist, félagsmálaráðu-
neytið heimilaði atvinnuleyfi en gjaldeyrisskrifstofan
lol'aði yfirfærslu hluta af kaupi fólksins.
Fyrra vislunarskeið útlendinga — 6 mánuði, sem
leyfi er veitt fyrir i senn —, var frá 1. maí til 31. októ-
ber en hið siðara frá 1. nóvember lil 30. apríl 1957.
Störf þau, sein útlendingar eru fengnir til að vinna,
eru: vélameðferð og fjósaverk að sumrinu en fjósastörf
einvörðungu að vetrinum. Staðreyndin er sú, að síð-
an nautpeningi fjölgaði svo, að fullkomið manns-
starf eða meira er að hirða í hverju fjósi, svo að eig-
andi húsins getur ekki sinnt því stari'i sjálfur, er þvi
tiær undantekning ef Islendingar fást til þeirra verka.
A langflestum hinna stærri kúahúa eru því erlendir
menn við fjósstörf. Þetta atriði út af fyrir sig er
vandamál nokkurt og virðist ástæða til að þeir bænd-
ur, er svo stór bú hafa, geri upp við sig hið bráðasta,
hvort ekki muni fært að búa á jörðum sínum hús-
uæðisskilyrði fyrir fjölskyldumenn, er vilji gegna
störfum fjósráðsmanna.